Á döfinni

05.02.2020 kl. 8:30 - 10:00 Viðburðir Borgartún 35 - Hús atvinnulífins, 105 Rvk FKA Miðvikudagsmorgun

„Ofurkonan var aldrei til!“


„Ofurkonan var aldrei til!“ sagði ein kona á nýliðamóttökunni í Landsvirkjun í síðustu viku og ótrúlega skemmtilegar og þarfar umræður spunnust í framhaldinu.


Eva Ýr Gunnlaugsdóttir þjónustu- og markaðsstjóri hjá Vinnuvernd var ein þeirra sem stóð þarna og ræddi málin og ákveðið var á staðnum að fara meira á dýptina á næsta FKA Miðvikudagsmorgni 5. febrúar 2020 og fjalla um fjölmörg hlutverk kvenna, jafnvægi og hugtakið ,,Ofurkona" sem er jú hugtak sem fæst ekki staðist.

Á miðvikudaginn fjallar Eva Ýr Gunnlaugsdóttir um orsakir streitu, einkenni og afleiðingar hennar. Leitast verður við að upplýsa um leiðir til þess að draga úr streitu á vinnustað og í einkalífi.

Fjallað verður einnig um sjálfsvinsemd og áður en við brunum út í lífið söfnum við okkur saman með að gera einfaldar jógaæfingar með Eygló Egilsdóttur hjá Jakkafatajóga. Það eru æfingar sem henta öllum, engrar kunnáttu er þörf og engin þörf er á búnaði fyrir tímann.

Allar (félags)konur sem vilja vera með innlegg í umræðuna eru hvattar til að mæta í Hús atvinnulífsins Borgartúni á FKA Miðvikudagsmorgun kl. 8.30.

Ljósmynd ,,Að skeina sig, drekka mjólk og klappa hundi" (120 x 160 cm.) eftir Heklu Björk Guðmundsdóttur frá árinu 1998 sem sýnd var á myndlistarviðburðinum Flögð og fögur skinn sem haldinn var á Listahátíð í Reykjavík árið 1998.


Ofurkona

Lesa meira

06.02.2020 Viðburðir Skyrgerðin, Hveragerði Get ég fjármagnað verkefnið mitt?

Suðurland - Nýsköpunarnefnd

Get-eg-fjarmagnad-verkefnid-mitt_-FKA

FKA suðurlands og nýsköpunarnefnd FKA standa saman að umræðufundi um fjármögnun nýsköpunarverkefna þar sem Ragnhildur, Hulda og Erna Hödd deila með okkur reynslu sinni við fjármögnun fyrirtækja sinna í þeim tilgangi að hjálpa og hvetja aðrar konur við að sækja um styrki/fjármagn. Ingunn Jóns kynnir fyrir okkur Uppbyggingasjóð Suðurlands og Svava Ólafs gefur okkur ráð um kraftmiklar kynningar.

Lesa meira

08.02.2020 kl. 8:30 - 18:00 Viðburðir FKA fjölmiðlaþjálfun 2020 í húsakynnum RÚV Efstaleiti.

Hagnýtt viðmælendanámskeið fyrir sérfræðinga.

11.02.2020 kl. 12:00 - 13:00 Viðburðir Hádegisverðafundur með stjórn#5

Geiri Smart Restaurant Hverfisgötu í hádeginu.

Gleðilegan þriðjudag!

 

Stjórn FKA býður félagskonum til mánaðarlegra hádegisverðafunda þar sem félagskonur geta bókað sig og hitt formann og stjórnarkonur á óformlegum fundum um málefni FKA og haft þannig áhrif á starfið og mótun þess.

 

Pantað er af matseðil og greitt á staðnum og er sætafjöldi takmarkaður við tólf konur þannig að hópurinn nái að fara hringinn og ræða saman.

 

Stjórn FKA hvetur félagskonur til að hafa áhrif á starfið og mótun þess og bóka sig á fundinn.

 

Í dag, þriðjudaginn 11. febrúar 2020 kl. 12.00 - 13.00 hittast félagskonur, formaður og stjórn og borða saman hádegisverð í „Danska-salnum“ á Geiri Smart Restaurant.

 

Hvar: Geiri Smart Restaurant (Danskasalnum) - Hverfisgötu 30, 101 Reykjavík

Tími: 12.00 - 13.00

Hvenær: 11. febrúar 2020

Verð: Greitt á staðnum og pantað af matseðli

 

Sjáumst!

 

Geiri

12.02.2020 Viðburðir Framtíðar hraðstefnumót, ráð og reynsla.

Opinn viðburður FKA Framtíð fyrir félagskonur FKA.

13.02.2020 kl. 16:00 - 18:00 Viðburðir Borgartún 35 - Hús atvinnulífins, 105 Rvk Fyrirtækjakynningar A-FKA og léttar veitingar síðdegis fimmtudaginn 13. febrúar!

SKRÁNING nauðsynleg.

14.02.2020 kl. 0:00 - 0:05 Viðburðir ATH! Fundur með formanni og framkvæmdastjóra FKA á Akureyri.

Opinn fundur FKA Norðurland HEFUR VERIÐ FRESTAÐ.

FKA Norðurland verður með opinn fund laugardaginn 14. febrúar 2020.

FKA er hreyfiafl, tengslanet og MAN-eflandi félagsskapur ólíkra kvenna um land allt. Það er kjörið fyrir konur, sem eru fyrir norðan þennan dag, að fylgjast með þegar nær dregur og mæta á fund FKA Norðurland.

Það eru vetrarfrí í einhverjum skólum á höfuðborgarsvæðinu á þessum tíma og kjörið að kíkja ef þið verðið fyrir norðan á þessum tíma.

DAGSKRÁ

Kl. 17:00 Formaður FKA Norðurlands opnar og býður alla velkomna
Kl. 17:05 Samhristingur og hópefli undir stjórn Andreu Róbertsdóttur framkvæmdastjóra
Kl. 17.30 Hulda Ragnheiður formaður deilir persónulegri reynslu af fyrirmyndum
Kl. 18:00 Yfirferð yfir afrakstur stefnumótunar og næstu skref - hvernig geta norðankonur haft áhrif á stefnu FKA
Kl. 18.10 Norðankonur fara yfir starfið framundan, Skíðamót á Sigló ofl. Hvaða tækifæri eru til að efla félagskonur á Norðurlandi?
Kl. 18:30 Kynning á því sem er framundan hjá FKA á landsvísu til vors - spjall um tækifæri til þátttöku, hvernig nýtum við tengslanetið
- Ráðstefna/málþing um konur og fjárfestingar 18. mars 2020
- Sýnileikadagur FKA, markaðstorg tækifæra, 28. mars 2020
- Vorferð um Suðurland
- Aðalfundur FKA
Kl. 19:00 Matur og léttar veitingar - tengslamyndun og tækifæri fram eftir kvöldi

 

Komið með!

 

N_1575384685826

Lesa meira

20.02.2020 kl. 12:00 - 13:00 Viðburðir Borgartún 35 - Hús atvinnulífins, 105 Rvk Stefnumótun - vinnufundur til aðgerða #3

Vinnufundur #3 í Húsi atvinnulífsins

27.02.2020 kl. 9:00 - 10:15 Viðburðir Eru einhverjar okkar mögulega með allt niðrum sig? Fræðsla um nauðsynlegar tryggingar.

Morgunverðarfundur A-FKA fimmudaginn 27. feb. n.k. – SKRÁNING NAUÐSYNLEG!

Þetta vefsvæði byggir á Eplica