Á döfinni
08.01.2020 kl. 8:30 - 10:00 Borgartún 35 - Hús atvinnulífins, 105 Rvk

Leyfðu þér að dreyma! Nýsköpun á nýjum áratug - FKA Miðvikudagsmorgun

Nýsköpunarnefnd FKA

Leyfðu þér að dreyma! Nýsköpun á nýjum áratug

Nýsköpunarnefnd tekur á fyrsta fundi ársins 2020 stöðuna á konum og nýsköpun. Fjallað verður um hvert Ísland er að stefna og dregin fram hlutdeild kvenna í nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi.  Hvar viljum við sjá fleiri konur? Hvað veldur því að konur sækja síður í fjármagn og stuðningsumhverfið? Þarf að gera breytingar á umhverfinu þannig að henti konum betur?  Hvað eru konur að gera vel í nýsköpun, hvar eru styrkleikarnir?

Sigríður Valgeirsdóttir hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu heldur erindi en hún sat í verkefnastjórn um gerð Nýsköpunarstefnu Íslands.

Að því loknu tekur umræðuhópur við spurningum. Hópinn skipa, auk Sigríðar Valgeirsdóttur,:
- Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, 
- Sólveig Eiríksdóttir stofnandi Himneskt og Gló,  
- Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og 
- Aðalheiður Jónsdóttir sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís.


Nyskop

 

Bókunartímabil er frá 1 jan. 2020 til 9 jan. 2020

Þetta vefsvæði byggir á Eplica