Á döfinni

08.01.2020 kl. 8:30 - 10:00 Nýsköpunarnefnd Borgartún 35 - Hús atvinnulífins, 105 Rvk Leyfðu þér að dreyma! Nýsköpun á nýjum áratug - FKA Miðvikudagsmorgun

Nýsköpunarnefnd FKA

Leyfðu þér að dreyma! Nýsköpun á nýjum áratug

 

Nýsköpunarnefnd tekur á fyrsta fundi ársins 2020 stöðuna á konum og nýsköpun. Fjallað verður um hvert Ísland er að stefna og dregin fram hlutdeild kvenna í nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi. Hvar viljum við sjá fleiri konur? Hvað veldur því að konur sækja síður í fjármagn og stuðningsumhverfið? Þarf að gera breytingar á umhverfinu þannig að henti konum betur? Hvað eru konur að gera vel í nýsköpun, hvar eru styrkleikarnir?

 

Sigríður Valgeirsdóttir hjá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu heldur erindi en hún sat í verkefnastjórn um gerð Nýsköpunarstefnu Íslands.

 

Að því loknu tekur umræðuhópur við spurningum. Hópinn skipa, auk Sigríðar Valgeirsdóttur,:
- Sigríður Ingvarsdóttir forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands,
- Sólveig Eiríksdóttir stofnandi Himneskt og Gló,
- Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og
- Aðalheiður Jónsdóttir sviðsstjóri alþjóðasviðs Rannís.

 

Lesa meira

09.01.2020 Viðburðir FKA Suðurland - Alvarlegur léttleiki

Fyrsti viðburður ársins 2020 hjá FKA Suðurlandi samkv. plani - Alvarlegur léttleiki

9.janúar kl 19.30 á Rauða Húsinu á Eyrarbakka.
Guðlaug María Lewis kemur í heimsókn og segir okkur frá skipulagi og framkvæmd Ljósanætur svo tekur Auður okkar Ottesen við og fer með okkur í smá hópavinnu.

Lesa meira

14.01.2020 kl. 12:00 - 13:00 Viðburðir Hádegisverðafundur með stjórn #4

Gló - Fákafeni 11, 108 Reykjavík.

 

Gleðilegan þriðjudag!

 

Stjórn FKA býður félagskonum til mánaðarlegra hádegisverðafunda þar sem félagskonur geta bókað sig og hitt formann og stjórnarkonur á óformlegum fundum um málefni FKA og haft þannig áhrif á starfið og mótun þess.

 

Pantað er af matseðil og greitt á staðnum og er sætafjöldi takmarkaður við tólf konur þannig að hópurinn nái að fara hringinn og ræða saman.

 

Stjórn FKA hvetur félagskonur til að hafa áhrif á starfið og mótun þess og bóka sig á fundinn.

 

Í dag, þriðjudaginn 14. janúar 2020 kl. 12.00 - 13.00 hittast félagskonur, formaður og stjórn og borða saman hádegisverð Gló - Fákafeni 11.

 

Hvar: Gló - Fákafeni 11, 108 Reykjavík.

Tími: 12.00 - 13.00.

Hvenær: 14. janúar 2020.

Verð: Greitt á staðnum og pantað af matseðli.


Skrá mig

 

Sjáumst!

 

Glo

Lesa meira

16.01.2020 kl. 17:00 - 19:00 Viðburðir Viðskiptanefnd-"Störtum í stuði"

Gleði - tengsl og virkari viðskipti.

16.01.2020 kl. 12:00 - 13:00 Viðburðir Borgartún 35 - Hús atvinnulífins, 105 Rvk Stefnumótun - vinnufundur til aðgerða #2

Vinnufundur #2 í Húsi atvinnulífsins

23.01.2020 kl. 16:00 - 18:30 Viðburðir FKA Viðurkenningarhátíðin 2020

Hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar.

30.01.2020 kl. 16:30 - 18:00 Viðburðir Nýliðamóttaka/kynning FKA

Landsvirkjun / Háaleitisbraut 68 / 103 Reykjavík.

30.01.2020 kl. 12:00 - 13:00 Viðburðir Hús atvinnulífins, Borgartún 35 Stefnumótun - vinnufundur til aðgerða #3

Vinnufundur #3 í Húsi atvinnulífsins

Gleðilegt stefnumótunarferli!


Einn fundur var haldinn í haust vegna stefnumótunarvinnu en svo frussuðust jólin á flestar félagskonur og þá vorum við ekki að bóka fundi.


Nú höldum við áfram stefnumótunarvinnunni á nýju ári til að vinna markvisst með gögn og út frá aðgerðarlistum sem fengnir eru úr gróskumikilli hugmyndavinnu stefnumótunardags FKA sem var 17. október síðastliðnum.


Stefnumótunarferli 2019-20 hófst með spurningakönnun sem lögð var fyrir félagskonur í september og niðurstöður hennar veittu grunn að stefnumótunardeginum sjálfum. Þar komu um 100 FKA félagskonur saman og lögðu hugmyndagrunn að starfi félagsins til næstu missera.


Á stefnumótunardeginum var unnið með sex efnistök; annars vegar þríþætt hlutverk FKA og hins vegar samhljóm úr spurningakönnuninni sem laut að samvinnu og samstöðu, hnitmiðuðu og árangursríku starfi og FKA sem viðskiptavettvangi.

Hlutverk FKA
- FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
- FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins
- FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku.


Stefnumótunarferli snýst ekki bara um að fá hugmyndir að því hvernig FKA (félagið sjálft og félagskonur) geti endurspeglað hlutverk sitt og gildi, heldur öllu fremur um hvernig sýnum við það með markvissum aðgerðum. Við höldum því ótrauðar og einbeittar áfram til aðgerðavinnufunda. Aðgerðir eru alfarið frá hugmyndum félagskvenna komnar og eiga að styðja við og endurspegla bæði ofangreind hlutverk FKA sem og gildi FKA - sem eru Framsækni, Kunnátta og Afl.

Fyrsti vinnufundur til aðgerða var haldinn í Húsi atvinnulífsins í nóvember og komu nokkrar frábærar aðgerðir fram, meðal annars að stofna ritnefnd, að halda Sýnileikadag,að gefa út blað FKA, að hefja hlaðvörp FKA og að setja áherslu á umhverfismál. Allar aðgerðir eru í vinnslu til framkvæmda nú þegar.

Aðgerðarlisti verður birtur félagskonum á nýju ári svo auðvelt sé að fylgjast með hvaða aðgerðir myndast, hvernig þær eru unnar, hvaða konur bera ábyrgð, tímarammi o.s.frv.

Vakin er athygli á því að vinnufundir eru öllum félagskonum opnir.

SKRÁNING NEÐST!

HVAÐ: Nú er kominn tími til að fara að vinna með gögnin af fundinum okkar. Það gerum við saman! Raðað verður niður í hópa í kringum umræðuefnin.
HVAR: Vinnufundur #2 verður haldinn í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35.
HVENÆR: Fimmtudaginn 30. janúar 2020

TÍMI: kl. 12.00-13.00


Sigríður Hrund M.Sc. stjórnun og stefnumótun, MBA og ritari stjórnar FKA fer fyrir verkefninu og veitir allar frekari upplýsingar sé þess óskað. Nánar: sigridur@vvit.is / siggahrund@gmail.com


FKA-VB-2


Lesa meira
Þetta vefsvæði byggir á Eplica