Á döfinni
09.03.2020 kl. 12:00 - 13:00 Borgartún 35 - Hús atvinnulífins, 105 Rvk

Stefnumótun - vinnufundur til aðgerða #4

Vinnufundur #5 í Húsi atvinnulífsins

 

Gleðilegt stefnumótunarferli!


Einn fundur var haldinn í haust vegna stefnumótunarvinnu en svo frussuðust jólin á flestar félagskonur og þá vorum við ekki að bóka fundi.

Nú höldum við áfram stefnumótunarvinnunni á nýju ári til að vinna markvisst með gögn og út frá aðgerðarlistum sem fengnir eru úr gróskumikilli hugmyndavinnu stefnumótunardags FKA sem var 17. október síðastliðnum.


Stefnumótunarferli 2019-20 hófst með spurningakönnun sem lögð var fyrir félagskonur í september og niðurstöður hennar veittu grunn að stefnumótunardeginum sjálfum. Þar komu um 100 FKA félagskonur saman og lögðu hugmyndagrunn að starfi félagsins til næstu missera.


Á stefnumótunardeginum var unnið með sex efnistök; annars vegar þríþætt hlutverk FKA og hins vegar samhljóm úr spurningakönnuninni sem laut að samvinnu og samstöðu, hnitmiðuðu og árangursríku starfi og FKA sem viðskiptavettvangi.

Hlutverk FKA
- FKA er öflugt tengslanet kvenna úr öllum greinum atvinnulífsins.
- FKA er leiðandi hreyfiafl sem eflir fjölbreytileika atvinnulífsins
- FKA styður kvenleiðtoga í að sækja fram og sameinar þær til aukins sýnileika og þátttöku.

Stefnumótunarferli snýst ekki bara um að fá hugmyndir að því hvernig FKA (félagið sjálft og félagskonur) geti endurspeglað hlutverk sitt og gildi, heldur öllu fremur um hvernig sýnum við það með markvissum aðgerðum. Við höldum því ótrauðar og einbeittar áfram til aðgerðavinnufunda. Aðgerðir eru alfarið frá hugmyndum félagskvenna komnar og eiga að styðja við og endurspegla bæði ofangreind hlutverk FKA sem og gildi FKA - sem eru Framsækni, Kunnátta og Afl.

Fyrsti vinnufundur til aðgerða var haldinn í Húsi atvinnulífsins í nóvember og komu nokkrar frábærar aðgerðir fram, meðal annars að stofna ritnefnd, að halda Sýnileikadag,að gefa út blað FKA, að hefja hlaðvörp FKA og að setja áherslu á umhverfismál. Allar aðgerðir eru í vinnslu til framkvæmda nú þegar.

Aðgerðarlisti verður birtur félagskonum á nýju ári svo auðvelt sé að fylgjast með hvaða aðgerðir myndast, hvernig þær eru unnar, hvaða konur bera ábyrgð, tímarammi o.s.frv.

Vakin er athygli á því að vinnufundir eru öllum félagskonum opnir.


SKRÁNING NEÐST!


HVAÐ: Nú er kominn tími til að fara að vinna með gögnin af fundinum okkar. Það gerum við saman! Raðað verður niður í hópa í kringum umræðuefnin.
HVAR: Vinnufundur #5 verður haldinn í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35.
HVENÆR: Mánudaginn 9. mars 2020

TÍMI: kl. 12.00-13.00


Sigríður Hrund M.Sc. stjórnun og stefnumótun, MBA og ritari stjórnar FKA fer fyrir verkefninu og veitir allar frekari upplýsingar sé þess óskað. Nánar: sigridur@vvit.is / siggahrund@gmail.com

FKA_Fund_17.10.19_Print-10

 

 

Skrá mig

Þetta vefsvæði byggir á Eplica