Á döfinni
04.03.2020 kl. 8:30 - 10:00 Hús atvinnulífins, Borgartún 35

FKA Miðvikudagsmorgun með Marglyttum.

Ermarsundsævintýri Marglytta – áskoranir, vöxtur og markmiðasetning.

Marglyttan og FKA-konan Þórey Vilhjálmsdóttir Proppé og Birna Bragadóttir og verða með fróðlegan fyrirlestur og einlæga frásögn af Ermarsundsævintýrinu á FKA Miðvikudagsmorgni í mars.

„Þetta er mjög skemmtilegt erindi og valdeflandi um „miðaldra" konur sem ákveða að setja sér háleitt markmið!“ segja Birna og Þórey glaðar í bragði og hlakka til að sjá FKA félagskonur.

Hópur sex öflugra íslenskra kvenna mynduðu Marglyttuhópurinn svokallaða sem synti yfir Ermarsundið síðasta haust. Markmiðið með sundinu var að láta drauminn rætast en á sama tíma láta gott af sér leiða og vekja athygli á plastmengun í sjónum.

Þær hreyfðu við umræðunni um alvarlegar afleiðingar plastmengunar í sjó og söfnuðu styrkjum fyrir Bláa herinn. Með því ferðalagi gat þjóðin fylgst vel með á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum.

En á Miðvikudagsmorgni FKA í mars gefst félagskonum tækifæri til að skyggnast á bak við tjöldin. Við fáum einlæga frásögn af undirbúningstímabilinu og hvernig tekist er á við stórar áskoranir sem þessa. Hvað var mest krefjandi, hvernig héldu þær fókus, töpuðu ekki gleðinni og misstu aldrei trúna á sig, hópinn og verkefnið?

Við fáum að spegla okkur í sögu Marglytta um hvernig best er að setja sér krefjandi en raunhæf markmið. Ræðum hve mikilvægt er að skapa sig og endurskapa, hve mikilvægt það er fyrir okkur konur að forgangsraða okkur og hvernig glöð mamma er nú oftast góð mamma. Konur þurfa kannski að leika meira?

HVAR: Hús atvinnulífsins // Borgartúni 35 // 1. hæð

HVENÆR: Miðvikudaginn 4. mars 2020
KLUKKAN: 8.30-10.00


Marglyttur

Skrá mig

Þetta vefsvæði byggir á Eplica