Á döfinni
23.01.2020 kl. 16:00 - 18:30

FKA Viðurkenningarhátíðin 2020

Hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar.

FKA Viðurkenningarhátíðin 2020.

FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Á hátíðinni eru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.

Á hátíðinni eru eftirfarandi viðurkenningar veittar:

- FKA þakkarviðurkenningin.

- FKA viðurkenningin.

- FKA hvatningarviðurkenningin.

HVENÆR: 23. janúar 2020.

HVAR: Gamla Bíó / Ingólfsstræti 2a / 101 Reykjavík.

KLUKKAN: Húsið opnar klukkan 16.00 / Athöfn hefst stundvíslega kl.16.15 og er áætluð klukkutími.

Að lokinni athöfn er gestum boðið að fagna með FKA og viðurkenningarhöfum og þiggja léttar veitingar.

SKRÁNING GESTA Á FKA VIÐURKENNINGARHÁTÍÐINA  HÉR!


Dómnefnd árið 2020 

Áslaug Gunnlaugsdóttir er fulltrúi stjórnar FKA vegna viðurkenningarhátíðarinnar. Formaður dómnefndar árið 2020 er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir en hún var formaður FKA árið 2012 til 2016 en hún er í dag formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík.

Í dómnefnd 2020 ásamt Þórdísi Lóu:

Páll Matthíasson / Forstjóri Landspítalans

Margét Tryggvadóttir / Forstjóri NOVA

Kristinn Óli Haraldsson (Króli) / Tónlistarmaður, leikari, áhrifavaldur og ræðukeppandi

Katrín Olga Jóhannesdóttir / Formaður Viðskiptaráðs Íslands

Hilmar Veigar Pétursson / Framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP

Guðbjörg Matthíasdóttir / Útgerðar- og athafnakona í Vestmannaeyjum 


Domnefnd

Þetta vefsvæði byggir á Eplica