FKA Viðurkenningarhátíðin 2020.
Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) er félag fyrir konur sem eru stjórnendur og leiðtogar í íslensku atvinnulífi. FKA er hreyfiafl, tengslanet og MAN-eflandi félagsskapur ólíkra kvenna um land allt.
FKA Viðurkenningarhátíðin er haldin árlega við hátíðlega athöfn þar sem konur úr atvinnulífinu eru heiðraðar. Á hátíðinni eru veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið konum í atvinnulífinu hvatning og fyrirmynd.
Á hátíðinni eru eftirfarandi viðurkenningar veittar:
- FKA þakkarviðurkenningin.
- FKA viðurkenningin.
- FKA hvatningarviðurkenningin.
Áslaug Gunnlaugsdóttir er fulltrúi stjórnar FKA vegna viðurkenningarhátíðarinnar. Formaður dómnefndar árið 2020 er Þórdís Lóa Þórhallsdóttir en hún var formaður FKA árið 2012 til 2016 en hún er í dag formaður borgarráðs og staðgengill borgarstjóra í Reykjavík.
Í dómnefnd 2020 ásamt Þórdísi Lóu:
Páll Matthíasson / Forstjóri Landspítalans
Margét Tryggvadóttir / Forstjóri NOVA
Kristinn Óli Haraldsson (Króli) / Tónlistarmaður, leikari, áhrifavaldur og ræðukeppandi
Katrín Olga Jóhannesdóttir / Formaður Viðskiptaráðs Íslands
Hilmar Veigar Pétursson / Framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins CCP
Guðbjörg Matthíasdóttir / Útgerðar- og athafnakona í Vestmannaeyjum