Á döfinni
09.01.2020

FKA Suðurland - Alvarlegur léttleiki

Þann 9 janúar n.k. fáum við FKA konur (Félag kvenna í atvinnulífinu á suðurlandi) til okkar góðan gest frá Reykjanesbæ.

Guðlaug María Lewis kemur í heimsókn og segir okkur frá skipulagi og framkvæmd Ljósanætur.

Frá hugmynd til hátíðar. Tilurð og þróun Ljósanæturhátíðarinnar í 20 ár. - Guðlaug María Lewis er verkefnastjóri menningarmála í Reykjanesbæ. Undanfarinn áratug hefur hún m.a. setið í framkvæmdastjórn Ljósanætur og tekið þátt í undirbúningi og þróun hátíðarinnar. Guðlaug lauk námi í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst s.l. vor og fjallaði MA verkefni hennar um viðhorf og upplifun gesta á Ljósanótt. Guðlaug mun fjalla um tilurð hátíðarinnar og lýsa undirbúningi og þróun hennar en Ljósanótt var haldin í 20.sinn árið 2019.

Að erindi Guðlaugar loknu tekur Auður Ottesen við og fer með okkur í smá hópavinnu.

Mynd frá Laufey Gudmundsdottir.

Verð 1.200kr
Skráning hér

Þetta vefsvæði byggir á Eplica