Á döfinni
27.09.2019 kl. 8:30 - 10:00

FKA og Reykjavíkurborg - samtalsfundur

Þann 27. september kl: 8.30 – 10.00 verður fundur í Höfða þar sem fulltrúar Reykjavíkurborgar og FKA munu ræða saman. 

Á fundinum verður kallað eftir hugmyndum um hvernig hægt er að bæta samtal Reykjavíkur og atvinnulífs og móta ferli til að bæta þá hlið er snýr að afgreiðslu og þjónustuveitingu borgarinnar.
Reykjavíkurborg hefur nú þegar fundað með samtökum úr atvinnulífinu og óskar nú eftir samtalsfundi með félagskonum FKA.

Áhugasamar félagskonur FKA sem eiga, reka eða eru í stjórnendastöðu innan fyrirtækja í Reykjavík og nærumhverfis eru beðnar um að skrá sig ef þær vilja taka þátt í fundinum. Kallað er eftir félagskonum úr fjölbreyttum geirum og fyrirtækjum. Haft verður samband við allar sem skrá sig en mikilvægt er að hópurinn sé fjölbreyttur og mun vera mið tekið af því þegar tólf fulltrúar FKA verða boðaðir til fundar ásamt hluta stjórnar.

Markmið samtals Reykjavíkurborgar og atvinnulífsins:

  • Að borgin skilji betur þarfir og væntingar atvinnulífsins í borginni
  • Að fyrirtæki rétt eins og íbúar fái eins skjóta, skilvirka og hnökralausa þjónustu og kostur er á
  • Að borgin eigi auðveldara með að laða til sín og halda í þróttmikil fyrirtæki

Hvetjum áhugasamar félagskonur að skrá sig fyrir fimmtudaginn 12. september ef þær hafa áhuga á að taka þátt í fundinum.

Bókunartímabil er frá 12 sep. 2019 til 13 sep. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica