Á döfinni
21.09.2019 - 22.09.2019 kl. 9:30 - 15:00

*Haustferð FKA 2019

Laugardaginn 21.sep - sunnudagsins 22. sep

FKA-haustferd-2019

Haldið verður í hina árlegu Haustferð FKA laugardaginn 21. september til sunnudagsins 22. september 2019.


Ferðinni er heitið inn í Hvalfjörð þar sem gist verður eina nótt á Hótel Glym. Fyrirtæki og félagskonur verða heimsóttar í þessari tveggja daga ferð en ófá viðskipta- og vináttutengsl hafa myndast í Haustferðum FKA. Áhersla er lögð á eflingu tengslanets, fræðslu, fróðleiks og auðvitað smá fjör og slökun - allt í bland.

NÁNAR UM FERÐINA...
Lagt verður af stað á laugardagsmorgni frá Húsi Verslunarinnar og verður fyrsta stopp Ölgerðin þar sem vel verður tekið á móti okkur. Fyrirtæki og félagskonur verða heimsóttar á leiðinni inn í Hvalfjörð en komið verður á Hótel Glym seinnipartinn. 

Fjörið verður keyrt upp með Zumba, jóga og línudansi áður en kvöldverður og alvöru kvöldvaka tekur við. 

Á sunnudeginum ætlum við að njóta morgunverðar og samveru áður en Sölvi Tryggvason heldur fyrir okkur örnámskeið um betri heilsu og innihaldsríkara líf. Á heimleið verður farið í Hernámssetrið áður en við kveðjum eftir án efa innihaldsríka og skemmtilega helgi og er áætlun heimkoma er um 15.00 á sunnudeginum.

Verkefnahópur innan Alþjóðanefndar sem samanstendur af Lísu Maríu Karlsdóttur, Ernu Arnardóttur, Rocio Calvi og framkvæmdastjóra FKA, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur hefur nú undirbúið glæsilega ferð sem áhugasamar félagskonur eru hvattar til að skrá sig í sem fyrst.

Verð fyrir ferðina með eftirtöldu er kr. 29.500 kr.
Innifalið í verði er:

  • Gisting á Hótel Glym í tveggja manna herbergi
  • Kvöldverður
  • Tveir hádegisverðir
  • Rúta
  • Yoga, Zumba og kvöldskemmtun
  • Námsskeið með Sölva Tryggvasyni
  • Heimsókn í Hernámssetrið


Hlökkum til glæsilegrar haustferðar og hvetjum félagskonur til að skrá sig sem fyrst þar sem ferðin fyllist oft fljótt.

Sumarkveðja,
Ferðanefnd FKA

Bókunartímabil er frá 24 maí 2019 til 20 sep. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica