Á döfinni
08.05.2019 kl. 16:00 NOSTRA

Aðalfundur Atvinnurekendadeildar

8. maí 2019 kl.16.00

Stjórn A-FKA boðar til aðalfundar á Nostra, miðvikudaginn 8. maí 2019 kl. 16:00 – og í framhaldinu til fyrirtækjakynningar hönnuða, sem kynnt verður nánar síðar.

Þar sem A-FKA býður upp á veitingar í kjölfar aðalfundarins þá eru félagskonur hvattar til að tilkynna þátttöku sína sem allra fyrst og í síðasta lagi. 6. maí n.k.

Dagskrá aðalfundarins er skv. samþykktum félagsdeildarinnar.

Stjórn A-FKA hyggst á aðalfundi leggja fram eftirfarandi tillögur til breytinga á samþykktum, sem skv. 9. gr. þeirra eru hér með kynntar í fundarboði:

1. Til endurstaðfestingar eftirfarandi breytingu á 9. gr., þ.e. að við 2. málsgrein bætist við loka málsliður sem hljóðar þannig: „Óheimilt er að eignir renni til félagskvenna.“
2. Til samþykktar eftirfarandi breytingu á 7. gr., þ.e. að eftir 1. mgr. bætist við ný mgr. sem verði 2. mgr. og hljóðar þannig: „ Við það skal miðað við kjör i stjórn að kona að jafnaði sitji ekki í henni samfellt lengur en 4 ár.“

(Núverandi 2. mgr. 9. gr. verði 3. mgr.)

Hvað breytingar á samþykktum að öðru leyti varðar, þá þykir stjórn vert að geta þess að henni var 15. mars s.l. framsendar nokkrar og viðamiklar tillögur til breytinga á samþykktum félagsdeildarinnar, en þar sem þessar breytingatillögur voru „nafnlausar“ og þar með ljóst að enginn væri til að mæla fyrir þeim eða yrði til að leggja þær fram og bera upp til umræðu á aðalfundi, þá ákváðu stjórnarkonur að vísa þeim þá þegar frá afgreiðslu aðalfundar.

Fyrir hönd stjórnar A-FKA
Jónína Bjartmarz, form.

Bókunartímabil er frá 24 apr. 2019 til 8 maí 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica