Á döfinni
07.02.2019 kl. 17:00 - 19:00 Hús verslunarinnar

Nýsköpunarnefnd í samstarfi við Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins

Sölustarf erlendis

NNýsköpunarsjóður atvinnulífsins býður til fundar í samstarfi við Nýsköpunarnefnd FKA um:

Sölustarf erlendis

Hvernig hafa íslensk fyrirtæki náð tökum á því að selja vörur sínar á stórum markaði þar sem samskiptamynstur eru ef til vill gjörólík því sem gerist á heimamarkaði. Reynslusögur af því sem hefur heppnast vel og líka misheppnast.

Fjórir öflugir fyrirlesarar í forsvari fyrir fyrirtæki sem hafa náð góðum árangri í sölustarfi:

  • Helga Árnadóttir – Tulipop
  • Þorbjörg Arnórsdóttir – Þórbergssetur
  • Eyrún Eggertsdóttir – RóRó
  • Berglind Johansen - BioEffect

Fundurinn er haldinn fim. 7. feb. kl. 17-19 í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, VR-salnum á jarðhæð.. 
Fundarstjóri er Margrét Sanders.
Systrasamlagið sér um veitingarnar.
Aðgangur er ókeypis.

SKRÁNING HÉR

Þetta vefsvæði byggir á Eplica