Á döfinni

17.02.2019 kl. 11:00 - 12:30 Viðburðir FKA Framtíð - Sunnudagsfundur #5

Ungar stjórnmálakonur - stjórnmál sem vinnuferill

Á fimmta sunnudagsfundi FKA Framtíðar munum við kynnast ungum stjórnmálakonum, þar sem við fáum að heyra reynslusögur Hildar Björnsdóttur og Sönnu Magdalenu Maríudóttur af því að vera ungar konur í stjórnmálum. Það verður frábært að heyra þeirrar sögur af því að byggja upp starfsframa í stjórnmálum. 

Hildur Björnsdóttir, er lærður lögfræðingur en starfar nú í borgarráði þar sem hún situr sem aðalmaður í skipulags- og samgönguráði, stjórn Orkuveitunnar og sem fulltrúi Samtaka sveitarfélaga á höfðuborgarsvæðinu. Þá situr hún sem varamaður í Hafnarstjórn Faxaflóahafnir sf. og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Áður en Hildur bauð sig fram í stjórnmálum vann hún sem lögfræðingur hjá Logos Legal Service í London og Rétti hér á Íslandi auk þess sem hún starfaði við greinaskrif fyrir Fréttablaðið. 

 

Sanna Magdalena Mörtudóttir, er mannfræðiingur en situr nú sem aðalmaður í Velferðarráði og sem varamaður í mannréttinda- og lýðræðisráði og skóla- og frístundaráði. Ásamt því að vera áheyrnafulltrúi í forsætisnefnd, borgarráði og í skipulags- og samgönguráði. 

 

Nánari upplýsingar má finna inn á lokaðuðum facebook hóp FKA Framtíðar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica