Á döfinni
05.12.2019

*Jólarölt- Viðskiptanefnd

Jólarölt í Skeifunni 108 Reykjavík

Gengið verður á milli fyrirtækja í Skeifunni en þar er að finna eitthvað krúttlegt, merkilegt, modern, gagnlegt, klæðilegt, ætilegt og auðvitað skemmtilegt.

Byrjað er að heimsækja Laura Ashley þá alþekktu búð fyrir ævintýrulegu, blómlegu og krúttlegu vörur.

Þaðan er gengið yfir til Allt Merkilegt Merkt þar sem allt merkilegt er hægt að fá prentað eða saumað á fallegar skemmtilega vörur og fatnað.

Við göngum svo yfir í fallegu og smekklegu húsgagnaverlunina Modern og fáum að skoða og upplifa allt það nýjasta og mest modern þessa dagana í húsgagnamarkaðnum.

Síðan skellum við okkur yfir í A4 þar sem gagnleg og nýtískuleg skrifstofuhúsgön verða kynnt fyrir okkur en þau eru það nýjasta á íslenska markaðnum.

Við getum auðvitað ekki farið á Jólaröltið nema skoða eitthvað klæðilegt, þannig við endum í Belladonna þar sem úrvalið er mikið af allskonar fatnaði og allir geta fengið eitthvað nýtt fyrir jólin svo við förum ekki í jólaköttinn!

Frá Belladonna förum við svangar, þyrstar og glaðar yfir í Hótel Oddsson þar sem fordrykkur bíður okkar í boði Mekka og girnilegir smáréttir frá þeim á Tapas Barnum sem kunna að kítla braglaukana hjá skemmtilegum  FKA konum.

Ekki þarf að taka fram að á hverjum stað verður boðið upp á ljúfar og léttar veitingar. 

Þegar komið er á Hótel Oddsson þá verður boðið upp á fordrykk og skemmtiatriði að hætti Viðskiptanefndar FKA og aldrei að vita nema að heppnin verði með þér þetta skemmtilega jóla, jóla kvöld. 

Verð kr. 5.900.-

Jólaröltið hefst kl. 17. og verður fram eftir kvöldi.   Hlökkum til að sjá þig!

Skrá sig HÉR.


790dgE0AGleði - tengsl og virkari viðskipti

Þetta vefsvæði byggir á Eplica