Á döfinni
17.11.2019

FKA Framtíð - Reynslusögur & workshop

Sunnudagsfundur - Að finna sína leið

Þessi viðburður er undir þemanu REYNSLUSÖGUR OG INNBLÁSTUR.

Við munum fara á dýptina á þessum sunnudagsfundi og fá til okkar tvær magnaðar konur sem munu deila með okkur sínum áskorunum og sigrum. Við munum fá innsýn inn í það hvernig þær fundu sína leið í gegnum það sem lífið henti í þær. Þær munu tala um hlutina sem við erum ekki endilega að segja öllum. Einstakt tækifæri til þess að eiga “real talk” um hvernig hlutirnir eru í alvörunni en ekki hvernig þeir birtast á samfélagsmiðlum. Allt til þess að miðla reynslu svo við þurfum ekki allar að rekast á sömu veggina.

Hafdís Huld er þekkt fyrir jákvætt og skemmtilegt viðmót. Húmoristinn þar sem alltaf er stutt í brandarana og brosið. Fyrir stuttu var hún þó mjög nálægt því að drepa niður alla sína styrkleika og var á góðri leið að glata neistanum sínum. Sem betur fer hljóp hún á vegg og áttaði sig á því að hún þurfti að taka framtíðina í sínar hendur. Það var hreinlega ekkert annað í boði. Hún mun deila með ykkur ferðalaginu, lægstu lægðunum sem og sigrunum á leiðinni.

Silja Úlfarsdóttir er fyrrum spretthlaupari og afrekskona í frjálsum íþróttum sem var þekkt fyrir sterka framkomu á hlaupabrautinni. Afreksumhverfið mótaði enn frekar sterkan karakter hennar sem hefur verið stoð í þeim hindrunum sem hún hefur þurft að stökkva yfir síðustu ár. Ósérhlífin og keppnisskap einkennir Silju sem ákvað á sundlaugarbakkanum á Tenerife að snúa blaðinu við, horfa inn á við og setja fókusinn á það sem henni þykir skemmtilegt og sem nærir hana og drengina hennar. Silja mun deila með ykkur því sem hún hefur farið í gegnum og lært á þessum tíma, hversu mikilvægt er að nýta alla þá reynslu sem maður öðlast og það hugarfar sem maður setur sér til að gjörsigra öll þau verkefni sem maður vill.

Female-empowerment-768x384

Í framhaldi af reynslusögunum þá munum við taka workshop þar sem við munu kafa inn í okkar eigin ástríðu. Skoðum hvernig maður getur fundið hana og hvað maður geti síðan gert við hana í framhaldinu?

Við munum gera þetta saman og bara nauðsynlegt að mæta með bók, penna og opinn huga.

Skráning fer fram á Facebook síðu FKA Framtíðar.

Hlökkum til að sjá ykkur ;)


Þetta vefsvæði byggir á Eplica