Á döfinni
12.11.2019 kl. 12:00 - 13:00

Hádegisverðafundur með stjórn#3

1Stjórn FKA býður félagskonum til mánaðarlegra hádegisverðafunda þar sem félagskonur geta bókað sig og hitt formann og stjórnarkonur á óformlegum fundum um málefni FKA og haft þannig áhrif á starfið og mótun þess.

Þriðji fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 12. nóvember á Hannesarholti kl.12.00 - 13.00 þar sem félagskonur, formaður og stjórn hittast og borða saman hádegisverð.

Pantað er af matseðil og greitt á staðnum og er sætafjöldi takmarkaður við 12 konur þannig að hópurinn nái að fara hringinn og ræða saman.

Stjórn FKA hvetur félagskonur til að hafa áhrif á starfið og mótun þess og bóka sig á fundinn.

Hvar: Hannesarholt, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík
Tími: 12.00 - 13.00
Hvenær: 12.nóvember 2019
Verð: Greitt á staðnum og pantað af matseðli

Bókunartímabil er frá 11 okt. 2019 til 12 nóv. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica