Á döfinni
03.10.2019 kl. 20:00 - 22:00

FKA Framtíð: Einstaklingsþróun

Leiðtoginn í þér í nýju ljósi

Fyrsti viðburður vetrarins í þemanu EINSTAKLINGSÞRÓUN. Skáning á viðburðinn fer fram í gegnum lokaða facebook síðu FKA Framtíðar

FKA_logo_FKA-framtid_svart_hvitur_grunnur

Leiðtoginn í þér í nýju ljósi

Áttu fullt inni en veist ekki hvað er að stoppa þig í að ná þeim árangri sem að þú veist að þú getur náð? Hvers virði væri það fyrir þig að sjá möguleika þína í nýju ljósi ? - ef þú vilt verja 120 mínútum í að opna þér nýja sýn og fleiri tækifæri skaltu ekki láta þig vanta.

Við höfum ótal möguleika til menntunar og til starfsþróunar en það reynist stundum erfitt að velja úr þeim. Við reynum að koma auga á og vinna með styrkleika okkar, en oft eru þeir margir og ólíkir. Í öðrum tilfellum geta styrkleikar okkar verið afgerandi en við höfum samt á tilfinningunni að við eigum mikið inni og að við séum ekki að ná þeim árangri eða framgangi sem við vildum ná. Hvorum hópnum sem þú tilheyrir þá er þetta vinnuflæði eitthvað fyrir þig.

Hér er tækifæri til að fá leiðsögn um hvernig þú getur skilgreint þinn árangur og framtíðarsýn og þú munt hefjast handa við mynda þá sýn og nýta styrkleika þína með nýjum hætti.

Vinnuflæðið er samtvinnað af fróðleik, vinnu og leiðsögn. Þátttakendur fá tækifæri til að skilgreina og skerpa eigið styrkleikamat og framtíðarsýn, heyra góðar sögur og taka með sér nýja þekkingu.

Það sem þú þarft að taka með þér er ný stílabók ásamt skriffærum auk þess að koma með opið hugarfar um að læra eitthvað nýtt um mikilvægustu manneskjuna í lífi þínu – ÞIG !

Adalheidur-Sigursveinsdottir

Vinnuflæðið leiðir Aðalheiður Sigursveinsdóttir, ráðgjafi og leiðtogaþjálfari. Hún hefur sérhæft sig í að koma auga á nýja möguleika og tækifæri til breytinga með fólki og hjá fyrirtækjum.

Aðalheiður hefur unnið sem ráðgjafi með stjórnendum fjölmargra fyrirtækja og stofnana auk þess sem hún hefur yfir 10 ára stjórnendareynslu að baki í fjölbreyttum störfum, meðal annars sem þjónustustjóri, framkvæmdastjóri, gæðastjóri og aðstoðarmaður ráðherra. Aðalheiður stofnaði og rekur Breyting, www.breyting.is

Þetta vefsvæði byggir á Eplica