Á döfinni
02.10.2019 kl. 8:30 - 10:00 Hús atvinnulífins, Borgartún 35

FKA Miðvikudagsmorgun - Ómeðvituð hlutdrægni (Unconscious bias)

FKA Miðvikudagsmorgnar eru haldnir fyrsta miðvikudag hvers mánaðar í Húsi Atvinnulífins. Við hefjum fyrsta FKA Miðvikudagsmorgun þessa starfsárs með Guðrúnu Högnadóttur frá FranklinCovey.

 

Ómeðvituð hlutdrægni (Unconscious bias) – er hugur þinn tær eða mengaður af fyrirfram ákveðnum (for)dómum?

GHMannsheilinn þróar ósjálfrátt með sér ákveðna velþóknun og vanþóknun sem hefur áhrif á ákvarðanatöku okkar og samskipti. Ómeðvituð hlutdrægni hefur áhrif á hegðun okkar, viðbrögð okkar, helgun okkar og þannig árangur okkar. Ef þessi ómeðvitaða hlutdrægni (unconscious bias) fer framhjá okkur, eigum við á hættu að hugsa og haga okkur með hætti sem vanmetur og takmarkar okkur sjálf og aðra. Ef við hins vegar komum auga á þessa hlutdrægni og tökum á henni í daglegu starfi okkar með þeim ábendingum og aðferðum sem Guðrún Högnadóttir kynnir hér til leiks, munum við skapa vinnustað þar sem allir geta notið sín og lagt sitt besta af mörkum.  

FranklinCovey-islenskt-slogan-a-hvitum-grunniFranklinCovey er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði þjálfunar, ráðgjafar og rannsókna á árangri einstaklinga, liðsheilda og vinnustaða. Við virkjum framúrskarandi frammistöðu fólks og vinnustaða um allan heim. Lausnir FranklinCovey hafa þjónað árangri íslenskra vinnustaða um árabil og njóta mikillar virðingar og útbreiðslu í um 150 löndum.

Þjónusta FranklinCovey er á eftirfarandi sviðum: Leiðtogaþjálfun, Framleiðni, Framkvæmd stefnu, Þjónustustjórnun, Sölustjórnun, Traust, Menntun og Persónuleg forysta og árangur. Meðal þekktari lausna félagsins eru 7 venjur til árangurs (The 7 Habits of Highly Effective People), Innleiðing stefnu með 4DX (The 4 Disciplines of Execution), 5 valkostir til aukinnar framleiðni og velferðar (The 5 Choices to Extraordinary Productivity), Virði trausts (Leading at the Speed of Trust) og The Leader in Me fyrir skóla. Með AllAccessPass FranklinCovey gefst vinnustöðum tækifæri til að sérsníða þjálfun að ólíkum þörfum starfsmanna, þjálfa innri þjálfara og veita stjórnendum starfræna ráðgjöf. Nánar hér: www.franklincovey.is

HVAR: Borgartúni 35, Hús atvinnulífins
HVENÆR: Miðvikudaginn 2. október
TÍMI: 8.30 - 9.30 og svo tengslamyndun frá 9.30 - 9.45

FKA Miðvikudagsmorgun eru fríir fyrir félagskonur  - sem jafnframt geta boðið með sér vinkonu. Fundunum er streymt á lokaðri FB síðu FKA.

Bókunartímabil er frá 23 sep. 2019 til 2 okt. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica