Á döfinni
10.10.2019 kl. 16:30 - 21:30

Viðskiptanefnd-FKA Suðurland, ferð austur

Þorlákshöfn, Hendur í Höfn

Hendur-i-hofn

FKA Suðurland tekur á móti félagskonum hjá glerlistakonuni Dagnýju Magnúsdóttir á veitingarstaðnum hennar "Hendur í Höfn" í Þorlákshöfn. 

Þar munum við njóta ljúfra veitinga að hætti Dagnýjar og kynnast hennar starfsemi og annarra kvenna á Suðurlandinu sem heiðra okkur með nærveru sinni.

Íris Tinna Margrétardóttir eigandi ísbúðarinnar "Ísbúðin Okkar" sem er í Hveragerði mun segja okkur allt um ísbúðina og rekstur hennar.

Elín María Halldórsdóttir sem er bæði grafískur hönnuður og podcast stjórnandi ætlar að mæta og kynna fyrir okkur fyrirtækin sín "Komma Strik" og "Punktur, Punktur" en bæði fyrirtækin sín rekur hún á Selfossi.

Myrra Rós Þrastardóttir tónlistarkona og eigandi hönnunarfyrirtækisins "Fjaðrafok" kemur til okkar frá Stokkseyri og kynnir fyrir okkur sína fallegu og frumlegu hönnun.

 

Hendur
FKA_logo_Sudurland_hvitt_svartur_grunnur790dgE0A

Hvar: Mæting Hús verslunarinnar, rúta / Hendur í höfn
Tími: Lagt af stað kl. 16.30 & heim 21.30 
Hvenær: 10. október
Verð 5.500 kr. rúta + maturBókunartímabil er frá 30 sep. 2019 til 10 okt. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica