Á döfinni
19.09.2019

"Fótaðu þig í FKA" - Opin fundur fyrir nýjar félagskonur og allar sem eru áhugasamar um starf FKA

Opinn kynningarfundur fyrir nýjar félagskonur FKA og áhugasamar

FKA_logo_FKA_fraedslunefnd_svart_hvitur_grunnurERT ÞÚ NÝ Í FKA EÐA ÁHUGASÖM UM STARFIÐ?

 

Skor

ERTU KANNSKI ENN AÐ FÓTA ÞIG ÁFRAM EÐA MÖGULEGA FÉLAGSKONA SEM TEKUR EKKI VIRKAN ÞÁTT?

ÞÁ VILJUM VIÐ LEIÐA ÞIG INN Í ÖFLUGT FÉLAGSSTARF OG TENGSLANET

 

Nýliðamóttaka FKA verður haldin fyrir allar nýjar félagskonur og einnig þær sem hafa verið í félaginu í einhvern tíma, en ennþá ekki tekið virkan þátt í félagsstarfinu.

Móttakan verður haldin í húsnæði CAPACENT, Ármúla 13, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 19. september 2019 milli 17:00-18:30.

FKA LEIÐIR ÞIG er nýliðafræðsla, stuðningur og tengslanet sem aðstoðar nýjar félagskonur að fóta sig innan FKA. Við hvetjum allar nýjar félagskonur til að mæta, kynnast starfssemi FKA, hlutverki nýliðastuðnings og byggja upp tengslanet sitt.

Það er markmið okkar að ávinningur af öflugu starfi FKA skili sér til þín og að þú verðir virk í félagsstarfi og á viðburðum.

Við hlökkum til að sjá þig á NÝLIÐAKVÖLDI þann 19. september kl 17:00 - 18:30 Í húsakynnum Capacent, Ármúla 13

EKKI LÁTA ÞIG VANTA .....OG TAKTU ENDILEGA ÁHUGASAMAR VINKONUR MEÐ - ALLAR VELKOMNAR

Fræðslunefnd FKA

Bókunartímabil er frá 15 sep. 2019 til 19 sep. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica