Á döfinni
22.03.2019 - 23.03.2019

AFKA ferð á Vesturland

Afka-plain

Helgina 22. – 24. mars verður vorferð A-FKA en allar félagskonur í FKA eru hjartanlega velkomnar með í för


Þetta árið verður farið á VESTURLAND með viðkomu í öllum bæjum í landshlutanum, móttöku hjá öllum bæjarstjórum og heimsóknum í öll fyrirtæki FKA kvenna á svæðinu sem við komumst yfir - og við fáum kynningu á þeim sem eftir standa í Stykkishólmi á laugardeginum sem hluta af dagskrá þess dags … fyrir hátíðarkvöldverðinn og skemmtun á laugardagskvöldið! 


SKRÁNING - HÉR
Skráningarfrestur er til 4.mars
Félagskonur A-FKA greiða kr. 30.000
Aðrar félagskonur greiða kr. 42.500
Greiðsluseðill verður sendur á ykkur í framhaldi og verður að greiðast fljótt eða fyrir 8. mars til að tryggja sætið og upp á staðfestingu á rútu og hóteli.

Innifalið í þessu flotta verði er

  • Rúta
  • Tvær nætur í tvíbýli á Hótel Stykkishólmi með morgunverði
  • Tveir hádegisverðir
  • Tveir kvöldverðir

Verð fyrir Vesturlands A-FKA félagskonur fyrir hádegisverð og hátíðarkvöldverð á laugardeginum í Stykkishólmi er kr. 6.900 !

Með kærri kveðju frá Ferðanefnd A-FKA…sem hvetur félagskonur til að skrá sig fljótt og nýta þetta einstaka tækifæri til að vera með í að byggja upp/efla tengslanet okkar og njóta saman sérstakrar upplifunar og þeirrar frábæru skemmtunar sem ferðin býður upp á!

Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir - fædd og uppalin á Skaganum
Systurnar úr Hólminum - Steinunn og Þórdís HelgadæturJónina Bjartmarz 

SJÁ DAGSKRÁ FERÐARINNAR HÉR

MIKILVÆGT
Allar fyrirspurnir, skráningar, beiðnir um einbýli, herbergisfélaga og annað skulu sendast á netfangið afka@fka.is

SKRÁNING MIKILVÆG FYRIR 4.MARS - HÉR

Þetta vefsvæði byggir á Eplica