Á döfinni
21.02.2019 kl. 17:00 - 19:30 RÚV, Efstaleiti 1

Fjölmiðladagur FKA - RÚV býður FKA konum heim

Fjolmidladagur-fkax

RÚV býður FKA konum heim

Við kryfjum goðsagnir um konur og fjölmiðla í einstökum síðdegisviðburði RÚV sérsniðnum fyrir okkur FKA konur. Þar vilt þú örugglega vera. Hvernig horfir fjölmiðlafólk á viðmælendur sína? Hvernig er best að mæta kröfum þeirra og beiðnum?

Eftir áhugaverðar umræður og spjall, tekur við skemmtilegt mingl eins og FKA konum er einum lagið í Stúdíói A.

Skráðu þig til leiks.

Síðdegisviðburður hjá RÚV

Hvar: STÚDÍÓ A, RÚV Efstaleiti 1
Hvenær: 17:00 – 19:30

Dagskrá 17:00-18:30

- Jafnrétti er okkar mál. Magnús Geir Þórðarson

- Uppskrift að kraftmiklum Landa. Gísli Einarsson

- Sýnilegar konur í fjölmiðlaumhverfi nútímans. Hvernig getum við komist hjá því að láta kommentakerfin kúga okkur út úr umræðunni? Pallborðsumræður með reynsluboltum. Fundarstjóri pallborðs: Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir.

Í panel:

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar
Andrés Jónsson, almannatengill og eigandi Góðra samskipta
Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri Viðskiptamoggans
Auður Jónsdóttir, rithöfundur og einn höfunda verðlaunabókarinnar Þjáningarfrelsisins
Sigríður Hagalín, varafréttastjóri RÚV

Veislustjóri er Þóra Arnórsdóttir. 

Léttar veitingar og mingl í Stúdíói A! (18:30 - 19:30)

Ekki láta þennan einstaka viðburð fram hjá þér fara. Viðburðurinn er fyrir félagskonur FKA sem geta boðið með sér vinkonu. Mikilvægt er að skrá sig til leiks til að tryggja sér sæti á þessum flotta viðburði.

Hlökkum til að sjá þig 

Bókunartímabil er frá 12 feb. 2019 til 21 feb. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica