Á döfinni
06.02.2019 kl. 8:30 - 9:45

"LEAN - Bestun í lífi og starfi" FKA miðvikudagsmorgun

FKA febrúar miðvikudagsmorgun í boði Fræðslunefndar

F1

Lean - Bestun í lífi og starfi

Fræðslunefnd FKA í samvinnu við Gemba ehf. býður félagskonum upp á fræðsluerindið Lean  - Bestun í lífi og starfi, miðvikudagsmorguninn 6. febrúar næstkomandi, frá kl. 8.30 til 10.00.


Lean er aðferðafræði sem mörg fyrirtæki hafa tileinkað sér bæði erlendis og hérlendis til að lágmarka sóun, stytta ferla og innleiða umbótamenningu.  En Lean sparar okkur ekki bara tíma í vinnunni því flestir sem kynnast Lean yfirfæra aðferðafræðina inn á heimilið. Við munum heyra hvernig Lean aðferðafræðin getur breytt hugsunarhætti, aukið sköpunarkraft og gert lífið einfaldara og betra bæði í vinnunni og heima í eftirfarandi þremur fyrirlestrum.

1. Hvað er Lean? Upphafið, sagan og reynslusögur 
Ásdís Kristinsdóttir og Margrét Ragnarsdóttir, Gemba ehf.)
Ásdís og Margrét segja frá reynslu sinni af Lean bæði sem stjórnendur í atvinnulífinu og sem ráðgjafar.

2. Lean hjá Þjóðskrá
Aðalheiður Sigursveinsdóttir, mannauðsstjóri hjá Þjóðskrá mun fjalla um ávinninginn sem hlaust af notkun Lean hjá Þjóðskrá.

3. Lean á heimilinu 
Þórdís Þórhallsdóttir, Landsvirkjun
Þórdís er minimalisti og Lean sérfræðingur, hún mun fjalla um tenginu Lean við minimalisma og hvernig hún hefur nýtt þetta tvennt til að einfalda lífið á heimilinu.

Allar félagskonur ásamt vinkonu velkomnar á fundinn

HVAR: Borgartúni 35, Hús atvinnulífins
HVENÆR: Miðvikudaginn 6. febrúar
TÍMI: 8.30 - 9.30 og svo tengslamyndun frá 9.30 - 9.45

Hlökkum til að sjá ykkur,

Fræðslunefnd FKA

Bókunartímabil er frá 22 maí 2018 til 6 feb. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica