Á döfinni
17.01.2019 kl. 17:00 - 19:00

Viðskiptanefnd - Fyrirtækjaheimsókn í DanceCenter

4

DanceCenter RVK í KristalHofinu býður félagskonum FKA upp á SjóðHeitt krydd í skammdeginu! 

Félagskonum verður boðið upp á hina fullkomnu blöndu af heilsu, fegurð og frábærri tengslamyndun. 

Félagskonur fá tækifæri til að liðka mjaðmirnar og upplifa  DansGleði & slökun. Þær fá að kynnast Jallabina, Bachata, Zumba, Reggatone, DívDansGleði & Yoga. 

Kennararnir munu mingla eftir á ef einhverjar spurningar vakna. 

1_1547205157757

Fyrirtækjaheimsókn DanceCenter RVK í KristalHofinu er haldin í samstarfi við Ölgerðina. 

Ölgerðin
mun sjá um að félagskonur fari vel kældar og mjúkar eftir kvöldið og mun bjóða upp á heilsudrykkina AVA & Kristal ásamt léttu víni.

 

3Boðið verður einnig upp á kynningu á fjölbreyttri heilsu- og snyrtivörulínu fyrirtækisins. Allar félagskonur FKA ættu því að fara svífandi á bleiku skýi með gleði í hjarta frá DanceCenter RVK í KristalHofinu. 

Hvenær: Fimmtudaginn 17.janúar
Tími: 17.00 - 19.00
Hvar: Kristalhofið, DanceCenter RVK, Síðumúla 15, 3.hæð Ekki er þörf á að mæta í sérstökum klæðnaði en æskilegra að hann sé þægilegur.

Hlökkum til að sjá sem flestar
Viðskiptanefnd FKA

Bókunartímabil er frá 10 jan. 2019 til 17 jan. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica