Á döfinni
10.01.2019 kl. 17:00 - 23:00

Framtíðarkokteill FKA Framtíðar og FKA Suðurland

Heimsókn í Ölverk á vegum FKA Suðurlands

Næsti framtíðarkokteill FKA Framtíðar verður haldinn á Ölverki í Hveragerði þar sem hópurinn ætlar að kynnast stöllum sínum í FKA Suðurlandi. Viðburðurinn er liður að markmiði FKA Framtíðar að tengjast betur FKA konum á landsbyggðinni.

Meðan á heimsókn okkar stendur munum við fá kynningu á Ölverki, hinu vinsæla brugg- og veitingahúsi Hvergerðinga, þar sem við munum smakka pizza hlaðborðið og bruggið þeirra. Ölverk opnaði fyrir tæpum tveimur árum og naut strax mikilla vinsælda. Ástríða stofnenda Ölverks fyrir hágæða viðareldbökuðum pizzum og hágæða kraftbjór var kveikjan af staðnum. Bjórinn þeirra er einstakur að því leiti að náttúrulegur jarðhiti svæðisins er nýttur í framleiðsluferlið. 

Þá munum við einnig fá örkynningar frá nokkrum öðrum félagskonum FKA Suðurlands og jafnvel einnig frá FKA Framtíðar konum. 

Við hlökkum til að rúlla saman yfir Hellisheiðina!

Nánari upplýsingar á facebook síðu FKA Framtíðar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica