Á döfinni
08.01.2019 kl. 17:00 - 18:00

Viltu hafa áhrif í FKA?

11

FKA á fulltrúa í aðgerðarhóp á vegum Velferðarráðuneytisins sem skipaður hefur verið í því skyni að vinna gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

 

Verkefni aðgerðahópsins er meðal annars að koma á fót og fylgja eftir aðgerðum á vinnumarkaði sem miða að því að koma í veg fyrir misrétti sem tengist hlutverki nefndarinnar. Gert er ráð fyrir að aðgerðahópurinn vinni að nánari útfærslu á einstaka verkefnum hópsins. Fulltrúi FKA í aðgerðarhópnum er stjórnarkonan Hulda Ragnheiður Árnadóttir.

Í því skyni að sækja hugmyndir til félagskvenna að lausnum og efnivið til umræðu í aðgerðarhópnum, verður haldinn fundur þriðjudaginn 8. janúar kl. 17.00 á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Til að fá hugmynd um þátttöku í fundinum er óskað eftir því að þið skráið ykkur á fundinn hér að neðan.

Með kveðju fyrir hönd stjórnar FKA,

Hulda Ragnheiður

Bókunartímabil er frá 14 des. 2018 til 8 jan. 2019

Þetta vefsvæði byggir á Eplica