Á döfinni
23.09.2018 kl. 11:00 - 12:30

FKA Framtíð - Sunnudagsfundur #1

Reynslusögur ungra stjórnenda og eigenda

Fkaframtidflyer2.001_1536101160633

Fyrsti sunnudagsfundur vetrarins verður tileinkaður reynslusögum ungra stjórnenda og eigenda. Þær Snædísi Ögn Flosadóttir, Jóhanna Margrét Gísladóttir og Steinunn Camilla Sigurðardóttir munu koma og deila reynslu sinni á því að vera ung kona á framabraut.

Snædís Ögn Flosadóttir framkvæmdastjóri hjá Arion banka þar sem hún stýrir eftirlaunasjóði Félags íslenskra atvinnuflugmanna og LSBÍ lífeyrissjóði ásamt því að vera rekstrarstjóri Lífeyrisauka. Snædís hefur starfað hjá Arion Banka síðastliðin tíu ár og hefur hún á því tímabili starfað í eignastýringu fyrir bankann þar sem hún gengdi til að mynda stöðu verkefna- og gæðastjóra. Hún er í dag önnur aðeins tveggja kvenna sem eru framkvæmdastjórar lífeyrissjóðs á Íslandi.

Jóhanna Margrét Gísladóttir starfar hjá Sýn, nýju fyrirtæki sem varð til við sameiningu Vodafone Iceland og fyrrum 365 miðlum. Fyrir sameiningu fyrirtækjanna var Jóhanna framkvæmdastjóri hjá 365 miðlum. Áður hafði hún starfað sem rekstrarstjóri sjónvarpssviðs 365 ásamt því að gegna hlutverki verkefnastjóra í framleiðsludeild og fréttamanns hjá Fréttastofu Stöðvar 2. Auk þess hefur Jóhanna unnið hjá Arion Banka og Straumi.

Steinunn Camilla Sigurðardóttir á og rekur fyrirtækið Iceland Sync sem sérhæfir sig í þróun og ráðgjöf fyrir íslenska tónlistarmenn, markaðssetningu og kynningu þeirra og viðburða á þeirra vegum ásamt því að sjá einnig um leyfisveitingar og útgáfur fyrir þá. Markmið fyrirtækisins er að samstilla íslenska tónlistarútgáfu og byggja brú fyrir íslenska tónlistarmenn á alþjóðlegan markað. Einnig starfar hún sem rekstrarstjóri Icelandic Records - UNNA. Iceland Sync er ekki fyrsta aðkoma Steinunnar af fyrirtækjarekstri því hún keypti og rak sitt fyrsta fyrirtæki, Loftkastalann, aðeins 21 árs gömul. 

SKRÁNING Á LOKAÐRI FB SÍÐU FKA FRAMTÍÐAR - HÉR

Þetta vefsvæði byggir á Eplica