Á döfinni
20.09.2018 - 24.09.2018

Haustferð FKA - Pólland

Tveggja borga sýn - Gdans og Varsjá 20.-24.september

Baeklingur

TVEGGJA BORGA SÝN - GDANSK OG VARSJÁ

Í ár halda 50 félagskonur í hina árlegu haustferð FKA en förinni er heitið til Póllands þar sem sem tvær fallegar borgir verða heimsóttar, Varsjá og Gdansk. 

Lagt verður af stað fimmtudaginn 20. september og flogið beint með Wizz air til Gdansk þar sem gist verður á Hotel Puro Gdansk.  

Á föstudeginum munu FKA konur heimsækja Long Vita Health and Spa þar sem Jónína Ben mun taka vel á móti hópnum, farið verður í fyrirtækjaheimsóknir og siglt verður á báti til Westerplatte þar sem þessi fallega og sögulega borg verður skoðuð.

Á laugardeginum 22. september verður tekin lest til Varsjá þar sem konur munu gista í tvær nætur á fimm stjörnu hótelinu Sheraton-Westin. 

Í Varsjá munu konur fara í fyrirtækjaheimsóknir, fá fyrirlestur hjá Kosminzki háskólanum um stöðu kvenna í Póllandi ásamt því að heimsækja Öryggis og samvinnustofnun Evrpópu (ÖSE) þar sem Ingibjörg Sólrún tekur á móti hópnum.

Haldið verður heim á leið mánudaginn 24. september en lagt er upp úr því í haustferðum FKA að efla tengslin meðal hópsins, viðskiptatengsla út á við og njóta þess besta sem hver borg hefur upp á að bjóða.  

Verkefnahópur innan Alþjóðanefndar sem samanstendur af Ernu Arnardóttur, Lísu Maríu Karlsdóttur, Jónínu Bjartmarz og framkvæmdastjóra FKA, Hrafnhildi Hafsteinsdóttur hefur nú undirbúið glæsilega ferð þar sem FKA konur munu eiga góðar stundir.

Flugáætlun:
20. september Keflavík 18.55 – Gdansk 00.30 – Wizz air
24. september Varsjá 21.35 – Keflavík 23.50 – Wizz air
Hótel
5*  Hotel Sheraton-Westin 
4*  Hotel Puro í Gdansk

Verð fyrir ferðina með öllu eftirtöldu er kr. 156.000

Verð miðaðst við tvo í herbergi en hægt að óska eftir einstaklingsherbergi gegn hærra gjaldi

Innifalið í verði er: 
Flug og flugvallaskattar
Innrituð taska 20kg og handtaska
Rúta til og frá flugvelli á Íslandi
Rúta til og frá flugvelli í Póllandi
Lest frá Varsjá til Gdansk
Fjögurra nátta gisting með morgunverði
Fjórir kvöldverðir
Tveir hádegisverðir

Hlökkum til glæsilegrar haustferðar 
Alþjóðanefnd FKA

Bókunartímabil er frá 28 mar. 2018 til 22 sep. 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica