Á döfinni
13.09.2018 kl. 16:30

FKA Norðurland - Góð tengsl, gulls ígildi! – Að mynda, virkja og viðhalda góðu tengslaneti.

Góð tengsl, gulls ígildi! – Að mynda, virkja og viðhalda góðu tengslaneti.


Alda

Alda Sigurðardóttir FKA kona kemur norður og fer yfir hvernig við virkjum tengslanetið okkar. Fundurinn er liður í áherslu á að auka tengslamyndun bæði milli kvenna í FKA og út á við bæði í leik og starfi. 


Tengslamyndun verður stöðugt mikilvægari þáttur í atvinnulífinu og krefst hún töluverðrar æfingar. Alda mun fara yfir grunnatriðin í tengslamyndun, leiða einfalda æfingu og gefa góð ráð. Boðið er uppá léttar veitingar fyrir félagskonur

SKRÁNING  FYRIR FÉLAGSKONUR Á FACEBOOK SÍÐU FKA NORÐURLANDS - HÉR

HVAR; HÓTEL KEA
HVENÆR; 13. SEPTEMBER
TÍMI: 15.30
VERÐ: ALLAR FKA KONUR VELKOMNAR


UM FYRIRLESARANN

Alda Sigurðardóttir er stofnandi og eigandi Vendum. Hún starfar sem ACC stjórnendaþjálfari og hefur mikla reynslu af einstaklings- og hópþjálfun, fundarstjórnun, námskeiðum og fyrirlestrahaldi. Hún hefur fjölbreytta starfsreynslu og starfaði m.a. sem aðstoðarmaður rektors (e. Executive Assistant) Háskólans í Reykjavík með Dr. Svöfu Grönfeldt og svo síðar Dr. Ara Kristni Jónssyni. Þar áður starfaði hún sem kynningarstjóri og samskiptastjóri skólans undir forystu Dr. Guðfinnu S. Bjarnadóttur. Hún starfaði einnig sem viðskiptastjóri hjá fyrirtækinu SJÁ, fræðslustjóri VR og stundakennari við viðskiptadeild Háskóla Íslands ásamt því að kenna við Opna háskólann í HR. Alda sat í stjórn Heilsugæslu Reykjavíkur (nú Heilsugæslu Höfðuborgarsvæðisins), var varamaður í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur, stjórnarformaður Menntar og fleira. Alda er menntaður stjórnmála- og atvinnulífsfræðingur frá HÍ og lauk námi í stjórnendamarkþjálfun (e. Executive coaching) frá Opna Háskólanum í HR og Corporate Coach University. Alda hefur alþjóðlega vottun ACC frá ICF, International Coach Federation, sem eru stærstu alþjóðlegu fagsamtök markþjálfa.

http://vendum.is/


Þetta vefsvæði byggir á Eplica