Á döfinni
03.05.2018 kl. 19:30

FKA Framtíð - lokahóf

LOKAHÓF OG FYRSTA ÁRINU FAGNAÐ

Dagur: Fimmtudagur 3. maí 
Tími: 19:30 - Fordrykkur
Dagskrá - 20:00
Hvar: CenterHotel Midgardur - Laugavegur 120, 101 Reykjavík

Næsta fimmtudag munum við koma saman, FKA Framtíðarkonur og fagna saman að við höfum átt dásamlegt fyrsta ár. Frá núll upp í 100 af metnaðarfullum ungum konum sem eiga framtíðina fyrir sér. Við í stjórn erum afskaplega þakklátar fyrir frábær viðbröð í vetur og hvetjum alla til að mæta og tengjast enn meira. 
Þetta verður einfalt og þægilegt kvöld, tökum á móti ykkur með fordrykk og komum saman og spjöllum eins og okkur finnst nú ekki leiðinlegt. Tökum svo léttan ársfund þar sem farið er yfir árið í stuttu máli. Heyrum frá mentor og mentees úr flotta mentor prógraminu okkar, rennum yfir sunnudagsfundina okkar og rennum svo yfir okkar stefnu fyrir næsta ár. 

Svo verða tilboð á barnum frameftir kvöldi og hvetjum alla til að nýta sér það, skella sér kannski í mat þarna og bara hafa gaman.

Hlökkum til að sjá þig en við bjóðum stjórn FKA, LeiðtogaAuðs konum sem tóku þátt í Mentorprógrammi og 100 FKA Framtíðarkonum

Hlökkum til að sjá þig

SKRÁNING MIKILVÆG TIL AÐ ÁÆTLA FJÖLDA 

Bókunartímabil er frá 30 apr. 2018 til 3 maí 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica