Á döfinni
15.05.2018 kl. 19:30 - 21:30

FKA Vesturland

Fyrsta fyrirtækjaheimsókn FKA Vesturlands

Vesturland_mapFyrsta fyrirtækjaheimsókn FKA Vesturland er komin á dagskrá.  Við stefnum í Borgarnes en þar mun hún Sirrý í Landnámssetrinu taka á móti okkur. Sirrý er reynslurík kona en árið 2003 fengu þau hjónin Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir hugmyndina að Landnámssetrinu í Borgarnesi. Setrið opnaði 13. maí 2006 og er því rétt ný orðið 12 ára og reksturinn blómstrar. Það verður spennandi að heyra hvað Sirrý hefur að segja um þessi 12 ár í Borgarnesi og öruggt að við getum allar dregið lærdóm af því.
 
Hvatningarkveðja frá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
 
Minglum í Maí
Eitt það mikilvægasta við félagsskap eins og FKA er að byggja upp tengslanet. Í Landnámssetrinu höfum við tækifæri á að hitta konur í atvinnulífinu á Vesturlandi og skapa ný tengsl. Konur eru hvattar til að taka nafnspjöldin með á þennan fund!

 Velkomið að taka gesti með á fundinn!

Hvenær: 15. maí kl.19.30
 
Fleira skemmtilegt verður á dagskrá en fyrirtækjaheimsóknin hefst kl. 19:30 og lýkur kl. 21:30 - Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í netfangið fkavesturland@gmail.com fyrir mánudaginn 14. maí!!


Þetta vefsvæði byggir á Eplica