Á döfinni
14.11.2018 kl. 8:30 - 9:45

"Stjórnarhættir varða alla, konur og karla" - FKA miðvikudagsmorgun

 

Althjodanefnd_1537222719010Stjórnarhættir varða alla, konur og karla

Alþjóðanefnd FKA heldur nóvember FKA miðvikudagsmorgunfundinn

 

Hrafnhildur S. Mooney, sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins í stjórnarháttum ætlar að fjalla um áherslur Fjármálaeftirlitsins í eftirliti með stjórnarháttum í samræmi við evrópskar viðmiðunarreglur um stjórnarhætti. Hún mun einnig fara yfir hvers vegna stjórnarhættir skipta máli, óháð stærð, eðli og starfsemi fyrirtækja og hvaða áhrif þeir hafa á fyrirtækja- og áhættumenningu og ákvarðanatöku í fyrirtækjum.

HSM-bwHrafnhildur er sérfræðingur Fjármálaeftirlitsins í stjórnarháttum, hún er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík og hefur víðtæka reynslu af fjármálamarkaði.

Þetta er fundur sem allar konur sem koma að stjórnun og stjórnarsetu mega ekki láta fram hjá sér fara. 

Staður: Hús atvinnulífsins
Stund: Miðvikudagurinn 14. nóvember
Tími: 8.30 - 9.30
Tengslamyndun í lok fundar frá 9.30 - 9.45

Fundinum verður streymt til félagskvenna og landsbyggðanefnda. Tekið verður við spurningum til fyrirlesara í athugasemdum við streymið, á meðan á fundinum stendur.

Allar félagskonur hvattar til þáttöku og velkomið að bjóða með vinkonu.

Bókunartímabil er frá 7 nóv. 2018 til 14 nóv. 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica