Á döfinni
10.11.2018 kl. 14:00 - 18:00

FKA Vesturland -Akranesferð - Fyrirtækjaheimsóknir

Skundum á Skagann!

VesturlandFKA Vesturland mun standa fyrir viðburði þar sem nokkrar Jókur munu kynna fyrirtæki sín. Byrjum við á jólamarkaði á tjaldstæðinu á Akranesi, heimsækjum Ritara ehf, þar sem meðal annars verður boðið upp á hugvekju um núvitund. Kíkjum í Antik, gamla muni og allskonar, heimsækjum vinnustofur og að lokum verður kíkt við á Café Kaju sem er kaffihús með lífrænar vörur á Akranesi.

Dagskráin hefst á Akranesi klukkan 14:00 

FKA Vesturland býður upp á rútuferðir frá Snæfellsnesi ef næg þátttaka verður, að öðrum kosti verður safnast saman í einkabíla.

Skráning fer fram á viðburði á fésbókarsíðu FKA Vesturland og eru konur beðnar að skrá sig fyrir 5. nóvember.

SKRÁNING

Hlökkum til að sjá sem flestar FKA konur og Jókur þar sem við fáum tækifæri til að kynnast og deila reynslu af stjórnun og fyrirtækjarekstri.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica