Á döfinni
08.11.2018

FKA Norðurland - Fjölmenning, bölvun eða blessun í fyrirtækjarekstri?

NordurlandFyrirlestur frá Happy Bridges um fjölmenningu í rekstri fyrirtækja. Kristín Björk og Helgi Þorbjörn stofnuðu fyrirtækið Happy Bridges til þess að tengja saman fólk með ólíkan bakgrunn og byggja þannig virði með fjölbreytni. 

Með því að veita fræðslu um fjölbreytni leitast þau við að aðstoða einstaklinga og hópa í að takast á við þær mannlegu áskoranir sem koma upp í fjölmenningarlegu samfélagi nútímans. 
Frekari upplýsingar um fyrirlesarana og þjónustuna sem í boði er hjá Happy Bridges má finna á heimasíðu þeirra - http://happybridges.is/

Súpa og brauð á boðstólnum

Allar félagskonur velkomnar - skráning á FB síðu FKA Norðurlands HÉR

Ef félagskonur sem eru ekki í FKA Norðurlandi vilja koma á einhvern viðburð og eru staddar fyrir norðan, ekki hika við að hafa samband við formann FKA Norðurlands - Snjólaugu Svölu Grétarsdóttur fyrir frekari upplýsingar 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica