Á döfinni
03.10.2018 kl. 8:30 - 9:45

FKA Miðvikudagsmorgun - Nýsköpunarnefnd - Þarf ég einkaleyfi, hönnunar-eða vörumerkjavernd?

Hugverkavernd? Hvað á ég þá að gera - hvað má og hvað má ekki?

Nyskopunarnefnd_1537222750975

Þarf ég einkaleyfi, hönnunarvernd eða vörumerkjavernd? Hvað á ég þá að gera - hvað má og hvað má ekki?

 

Miðvikudagsmorgunn FKA í október er í boði Nýsköpunarnefndar FKA.

Á fundinum er fjallað um hvernig hugverkaréttindi stofnast, einkum hönnun, einkaleyfi og vörumerki og leiðir til að vernda réttindin. Hverjar eru mýturnar og hvað má og hvað má ekki gera. Kynntar verða nýjungar í þjónustu Einkaleyfastofunnar, samtalsleit og þjónusta við kortlagningu hugverkaréttinda innan fyrirtækja. 

Margrét Hjálmarsdóttir, yfirlögfræðingur Einkaleyfastofunnar, heldur erindi og svarar spurningum.

Einnig munu tveir frumkvöðlar segja frá sinni reynslu, annars vegar af einkaleyfaferli og hins vegar hönnunarvernd, og hvað hægt er að gera ef brotið er á þér.

Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch, eigandi Platome Biotechnology og vörustjóri hjá Florealis. Reynslusaga frumkvöðuls af einkaleyfaferli, að fóta sig í frumskóginum, hvað þarf að hafa í huga og hvað þarf að varast.

Emilía Borgþórsdóttir, iðnhönnuður. Reynslusaga af hönnunarvernd, vandinn við að vernda hönnun sína og hvaða leiðir eru færar ef brotið er á skráðum rétti hönnuðar.

Staður: Hús atvinnulífsins
Stund: Miðvikudagurinn 3. október
Tími: 8.30 - 10.00

Fundinum verður streymt til félagskvenna og landsbyggðanefnda. Tekið verður við spurningum til fyrirlesara í athugasemdum við streymið, á meðan á fundinum stendur.

Allar félagskonur ásamt vinkonu eru velkomnar á fundinn.

Bókunartímabil er frá 22 maí 2018 til 3 okt. 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica