Á döfinni
20.09.2018 - 24.09.2018

Haustferð FKA - Pólland//Fullbókað en hægt að skrá sig á biðlista

Tveggja borga sýn - Gdans og Varsjá 20.-24.september

HAUSTFERÐ FKA TIL PÓLLANDS 20.-24. SEPTEMBER

TVEGGJA BORGA SÝN - GDANSK OG VARSJÁ

Alþjóðanefnd FKA kynnir hina árlegu haustferð en í ár verður haldið til Póllands þar sem tvær fallegar borgir verða heimsóttar, Varsjá og Gdansk. Lagt verður af stað fimmtudaginn 20. september og flogið beint með Wizz air til Gdansk þar sem gist verður á Hotel Puro Gdansk.  Á laugardeginum 22. september verður tekin lest til Varsjá þar sem konur munu gista í tvær nætur á fimm stjörnu hótelinu Sheraton-Westin. Haldið verður heim á leið mánudaginn 24. september.Að venju verður lagt upp í ferðinni með fyrirtækjaheimsóknum, viðskiptatengslum sem og blöndu af fræðslu og fjöri. Verkefnahópur innan Alþjóðanefndar undirbýr nú þessa glæsilegu ferð sem verður ævintýraleg og eftirminnileg og við kynnumst fólki, landi og þjóð…sem og hver annarri.
Flugáætlun:
20. september Keflavík 18.55 – Gdansk 00.30 – Wizz air
24. september Varsjá 21.35 – Keflavík 23.50 – Wizz air
Hótel
5*  Hotel Sheraton-Westin 
4*  Hotel Puro í Gdansk

Verð fyrir ferðina með öllu eftirtöldu er kr. 156.000

Verð miðaðst við tvo í herbergi en hægt að óska eftir einstaklingsherbergi gegn hærra gjaldi

Innifalið í verði er: 
Flug og flugvallaskattar
Innrituð taska 20kg og handtaska
Rúta til og frá flugvelli á Íslandi
Rúta til og frá flugvelli í Póllandi
Lest frá Varsjá til Gdansk
Fjögurra nátta gisting með morgunverði
Fjórir kvöldverðir
Tveir hádegisverðir

Ætlar þú með í þessa spennandi haustferð FKA 2018!

Skráðu þig sem fyrst þar sem haustferðir FKA eru vinsælir viðburðir. Tryggðu þér sæti sem fyrst.

Staðfestingargjald kr. 50.000 þarf að greiðast fyrir 26.mars en eftir skráningu færðu sendar til þín nánari upplýsingar um hvernig greiða eigi staðfestingargjaldið. 


Hlökkum til glæsilegrar haustferðar 
Alþjóðanefnd FKA

 

FULLBÓKAÐ ER Í HAUSTFERÐ FKA 2018 EN HÆGT ER AÐ SKRÁ SIG Á BIÐLISTA EF SÆTI SKYLDI LOSNA Í ÞESSA GLÆSILEGU FERÐ

ÞÖKKUM FRÁBÆRAR VIÐTÖKUR

 

SKRÁ SIG Á BIÐLISTA HÉR

Bókunartímabil er frá 28 mar. 2018 til 25 maí 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica