Á döfinni
09.05.2018 kl. 17:30

AFKA - Aðalfundur Atvinnurekendadeildar FKA

Boðað er til Aðalfundar Atvinnurekendadeildar FKA sem haldinn verður miðvikudaginn 9. maí nk kl.17.30 í Hannesarholti, Grundarstíg 10, 101 Reykjavík.

Aðalfundarstörf verða eftirfarandi:

1.     Kosning fundarstjóra og fundarritara
2.     Skýrsla stjórnar um starfsemi  og rekstur deildarinar
3.     Ársreikningur deildarinnar  kynntur og borinn upp til samþykktar.
4.     Breytingar á samþykktum
5.     Kosning stjórnar
6.     Ákvörðun árgjalds
7.     Önnur mál

Dagskráin er í samræmi við 6. gr. laga Atvinnurekendadeildar FKA.

Setu og atkvæðisrétt á aðalfundi eiga einungis félagskonur Atvinnurekendadeildar sem mæta á fundinn og staðið hafa skil á félagsgjaldi yfirstandandi árs.  Áhugasömum FKA konum, sem ekki eru þegar félagar í AFKA,  eru velkomnar á fundinn og að ganga í deildina.

Stjórn deildarinnar er skipuð sjö konum sem að jafnaði eru kjörnar eru til 2ja ára  í senn  og  að þessu sinni verður kosið um 3  stjórnarsæti.

Framboð til stjórnar berist til formanns Atvinnurekendadeildar FKA, Jónínu Bjartmarz jonina@joninabjart.is fyrir 7. maí.

Allar nánari upplýsingar veita stjórnarkonur í Atvinnnurekendadeild:

Formaður: Jónína Bjarmarz  OK / Okkar konur í Kína ehf.
Varaformaður: Rut Jónsdóttir Netkría ehf
Gjaldkeri: Kristín Björg Jónsdóttir Polarn O. Pyret
Ritari: Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir, Prentmet
Lilja Bjarnadóttir, Denim ehf - Levi´s á Íslandi
Kristín Gígja Einarsdóttir, Tannval ehf
Varamenn: Þórdís Helgadóttir og Hulda Helgadóttir

Reykjavík, 24. apríl 2018

Stjórnin

Bókunartímabil er frá 18 apr. 2018 til 9 maí 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica