Á döfinni
09.05.2018 kl. 17:00

LeiðtogaAuður - Aðalfundur LeiðtogaAuðar

Kæra LeiðtogaAuðar

Aðalfundur LeiðtogaAuðar verður haldinn í glæsilegu útibúi Íslandsbanka í Norðurturni 9.maí næstkomandi kl. 17:00.

Dagskrá Aðalfundar
17:00 - Húsið opnar. Eva Magnúsdóttir, formaður LeiðtogaAuðar býður gesti velkomna.
17:05 - Dagskrá aðalfundar. 

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Skýrsla stjórnar um starfsemi og rekstur deildarinnar. 
  3. Rekstraryfirlit deildarinnar kynnt og borið upp til samþykktar. 
  4. Breytingar á samþykktum. 
  5. Kosning stjórnar. 
  6. Ákvörðun árgjalds. Lagt er til við aðalfund að árgjald LeiðtogaAuðar verði 3.000 kr umfram árgjald FKA sem var 22.900 fyrir síðasta starfsár. 
  7. Önnur mál. 

Léttar veitingar í boði Íslandsbanka ásamt tengslamyndun.

Tillögur að breytingum á samþykktum þurfa að berast stjórn viku fyrir fund í tölvupósti á netfangið: eva@podium.is

Munið að skrá ykkur til þess að við getum haldið utanum mætingu. 

Stjórn LeiðtogaAuðar

Bókunartímabil er frá 12 apr. 2018 til 9 maí 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica