Á döfinni
05.04.2018 kl. 16:30

Viðskiptanefnd - Fyrirtækjaheimsókn til Prentmet

PrentmetFyrirtækjaheimsókn til Prentmets

Fimmtudaginn 5. apríl kl. 16:30 - 18:00

Prentmet  býður félagskonum FKA heimsókn í húsakynni sín að höfuðstöðvunum á Lynghálsi 1 - 110 Reykjavík

Markmið heimsóknarinnar er að gefa gestum tækifæri á að kynnast Prentmet og þeirri fjölbreytilegu framleiðslu sem að fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Fyrirtækið er í eigu og stofnað árið 1992 af þeim hjónum Ingibjörgu Steinunni Ingjaldsdóttur og Guðmundi Ragnari Guðmundssyni og þau hafa rekið það frá stofnun í gengum lífsins ólgusjó.  

DSC_0698Félagskonan Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir stjórnarformaður og framkvæmdastjóri mannauðs- og markaðsmála veitir innsýn í  sögu og starfsemi Prentmets. Hún mun kynna mannauðsstjórnunna, Prentmetskólann, fyrirtækjamenninguna og koma inn á umhverfismál.

Guðmundur Ragnar Guðmundsson framkvæmdastjóri mun fjalla um framleiðsluna, fagið og breytingarnar á markaðnum.


Öllum FKA konum sem mæta býðst frí nafnspjaldaprentun um 250 stykki fyrir 1. júní n.k. Skila þarf nafnspjöldunum tilbúnum til prentunar á  PDF formi á FKA@prentmet.is  

Boðið verður upp veigar og léttar veitingar undir ljúfum tónum og frábær leið til að kynnast fyrirtækinu og FKA konum og efla tengslanetið.

Nýjar FKA konur boðnar sérstaklega velkomnar.

Hlökkum til að sjá ykkur

PRENMET og Viðskiptanefnd FKA

Bókunartímabil er frá 23 mar. 2018 til 5 apr. 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica