Á döfinni
26.01.2018 kl. 8:30 - 9:30 Hús atvinnulífins, Borgartún 35

Fræðslunefnd - viðburður með Eddu Blumenstein

Edda-blumenstein

Vissir þú að kauphegðun viðskiptavina hefur umbreyst í kjölfar tækninýjunga og snjallsíma notkunar? Dagar hefðbundinnar sölu og markaðssetningar eru liðnir.


Fræðslunefnd FKA býður til fundar í samstarfi við Eddu Blumenstein. Fyrirlesturinn fjallar um hvernig kauphegðun viðskiptavina hefur gjörbreyst með stafrænu byltingunni og í kjölfarið hvernig verslunar og þjónustufyrirtæki eru að bregðast við þessum breytingum með innleiðingu á svokallaðri Omni Channel sölu og markaðssetningu. Omni channel snýst um að bjóða viðskiptavinum hnökralausa upplifun á kaupferlinu (seamless customer experience) með samruna hefðbundinnar og stafrænnar verslunar og þjónustu.

Edda2

Fyrirlesarinn er Edda Blumenstein, ráðgjafi í Omni Channel innleiðingu og vinnur að doktorsrannsókn í Omni Channel.
https://eddablumenstein.com/

Ekki láta þenna fund fram hjá þér fara - en hann er frír fyrir FKA konur sem frjálst er að bjóða með gest.

Hvenær:  Föstudagurinn, 26. janúar
Hvar: Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35
Tími: 8.30 - 9.30

Hlökkum til að sjá þig


Bókunartímabil er frá 18 des. 2017 til 26 jan. 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica