Á döfinni
21.01.2018

FKA Framtíð - Sunnudagsfundur

Sunnudagsfundur FKA Framtíðar “Árangursrík tengslamyndun"

Sunnudagsfundur #3

Dagur: 21. janúar
Tími: 11.00-12.30
Hvar: Gló - Fákafeni 11.

 

“Árangursrík tengslamyndun"

Paula Gould. Árangursrík tengslamyndun í markaðsstarfi og lífinu
Danielle Neben – Árangursrík tengslamyndun innan stærri fyrirtækja og í lífinu sjálfu

Næsti sunnudagsfundur FKA Framtíðar verður tileinkaður þemanu “Árangarsrík tengslamyndun” og höfum við fengið til liðs við okkur tvær frábærar FKA konur. 

Við hefjum dagskránna með erindi frá Paula Gould, sem á að baki áratuga reynslu í markaðsmálum og almanntengslum hjá hinum ýmsu fyrirtækjum sem og hjá sínu eigin. Í dag starfar hún hjá Frumtak Ventures þar sem hún leiðir alþjóðleg tengsl og markaðsstarf Frumtakssjóðanna og eignasafni þeirra. PauleAuk þess kemur hún að fjölda öðrum verkefnum. Tengslamyndun er að hennar mati einn af þeim þáttum sem hefur haft hve mest jákvæð áhrif á hennar starfsferil. Á fundinum ætlar Paula að deila með okkur sinni reynslu. Danielle Neben tekur svo við að deila úr sínum reynslubanka. Danielle byrjaði ung að starfa hjá HSBC alþjóðabankanum þar sem hún vann sig upp metorðastigan, en áður en hún flutti til Íslands sat hún til að mynda í stjórn HSBC Trinkaus & Burkhardt International í Lúxemborg. Á ferlinum starfaði hún fyrir HSBC í hinum ýmsu löndum svo sem Singapour, Taiwan, Brasilíu, Þýskalandi og Bretlandi (London). Í dag rekur Danielle sitt eigið ráðgjafafyrirtæki, situr í stjórn Meniga ásamt því að vera varaformaður FKA og sinna ýmsu öðrum verkefnum. 

Bókunartímabil er frá 2 jan. 2018 til 21 jan. 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica