Á döfinni
18.01.2018

Stjórn FKA - "Kick off fundur" fyrir nefndir, deildir og ráð

Stjórn FKA boðar til fundar með félagskonum sem leiða starf nefnda, deilda og ráða FKA þann 18. janúar kl.16.00 – 18.00 í Húsi Atvinnulífins, Kviku. 

 

Markmið fundar er tvíþætt:

  1. Umræða um hvernig FKA getur beitt sér varðandi #Metoo  - niðurstaða umræðunnar dregin saman í aðgerðaáætlun FKA fyrir árið 2018.
  2. Vetrardagskrá FKA vorið 2018 þar sem nefndir, deildir og ráð kynna drög/hugmyndir að þeim viðburðum og verkefnum sem eru á dagskrá.

Væri frábært að sjá sem flestar á fundinum en mikilvægt er að allavega einn fulltrúi frá hverri nefnd/ráði/deild mæti þar sem við ætlum að ræða saman um dagskrá FKA, samræma áætlun og aðgerðir félagsins og vonandi hrista okkur saman í algjörlega frábæra byrjun á árinu 2018.

Hlökkum til að sjá þig 

Kær kveðja
Stjórn FKA

Bókunartímabil er frá 5 jan. 2018 til 18 jan. 2018

Þetta vefsvæði byggir á Eplica