Á döfinni
14.09.2017 kl. 17:00 - 18:00

FKA Framtíð - Kynningarfundur

FKA-Framtid--1-FKA Framtíð heldur kynningarfund fimmtudaginn 14. september kl.17.00 í Húsi Atvinnulífsins.

Hvað er FKA Framtíð?
Þetta er glæný nefnd innan FKA sem verður sameiningarafl fyrir ungar og efnilegar konur í atvinnulífinu undir hatti FKA. Í FKA Framtíð verður mikil áhersla lögð á að efla tengslanet, sækja sér þekkingu frá hvor annarri og að vera brú fyrir yngri konur að sækja sér reynslu og þekkingu eldri félagskvenna. Við ætlum að vera stökkpallur nýrra tækifæra og framþróunar og styðja hvor aðra í að fullnýta hæfileika og möguleika.

 Hvernig ætlar FKA Framtíð að gera þetta?
Í FKA Framtíð verður lögð mikil áhersla á mentoring og svo ætlum við að setja upp sérstaka hvata og tengslamyndunarhópa og skipuleggja margskonar fundi ásamt öðrum fjölbreyttum viðburðum. 

Fyrir hverjar er FKA Framtíð!
Fyrir ungar konur í atvinnulífinu. Hún er eigandi, leiðandi eða í stjórn. 

Hvernig skrái ég mig í FKA Framtíð?
Til að vera í FKA Framtíð þarftu að vera félagskona FKA en ekkert aukagjald er í Framtíð og að taka þátt. Ungar konur geta skráð sig í nefndina á kynningarfundinum og við sendum út skráningarlink eftir fund. Mikilvægt er að skrá sig því við ætlum að halda utan um allar ungar konur og efla tengslin innbyrgðis. 

Hvað á ég að gera!

Skráðu þig á kynningarfund sem haldinn verður í Húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð í fundarsalnum Kviku.
Fundurinn er fimmtudaginn 14. september kl.17.00 - 18.00 og svo tengslamyndun frá 18.00 – 18.30 fyrir þær sem geta dokað við. 

Fundurinn er opinn -  félagskonur hvattar til að taka með vinkonu eða áframsenda á unga konu sem er áhugasöm um starf FKA og er eigandi, leiðandi eða í stjórn. 

Skráning HÉR

Hlökkum til að sjá ykkur!
Stjórn FKA Framtíðar

Þetta vefsvæði byggir á Eplica