Á döfinni

25.08.2017 Atburðir Stjórn FKA - Vinnudagur stjórnar

Stjórn FKA 2017-2018 samanstendur af öflugum og fjölbreyttum hópi kvenna úr atvinnulífinu. Stjórn kemur saman á vinnudegi stjórnar þann 25. ágúst þar sem markmiðið er að leggja upp með áherslur stjórnar fyrir veturinn og helstu verkefni.


Stjórn FKA 2017 - 2018
Á aðalfundi FKA, 18. maí var nýr formaður FKA kjörin; Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr. Kosnar voru í  stjórn til tveggja ára; Áslaug Gunnlaugsdóttir lögmaður og eigandi hjá LOCAL Lögmönnum, Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Strategíu ehf. og Ragnheiður Aradóttir stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching. Að auki sitja frá fyrra ári Anna Þóra Ísfold, ráðgjafi og framkvæmdastjóri VitaminDNorth, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, eigandi og stjórnarkona Svartækni, Danielle Neben, ráðgjafi og sérfræðingur.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica