Á döfinni
04.05.2017 kl. 8:30 - 9:45 Hús atvinnulífins, Borgartún 35

FKA maí morgun - Nýsköpunarnefnd FKA

Lausnamiðuð samskipti

Nyskopunarnefnd

Nýsköpunarnefnd FKA býður til síðasta FKA morguns starfsársins 2016-2017.

Hér er á ferðinni fróðlegur og gagnlegur fyrirlestur sem fjallar um lausnamiðuð samskipti. Lllja bjarnadóttirLilja Bjarnadóttir, sáttamiðlari og lögfræðingur og stofnandi Sáttaleiðarinnar, fjallar hér um leiðir til þess að tala um það sem skiptir máli og hvernig við getum náð betri árangri í samskiptum við erfiðar aðstæður.

Góð samskipti eru lykilþáttur í allri velgengni, hvort sem um er að ræða í fyrirtæki eða fjölskyldulífi. Með því að vera meðvitaðri um leiðir til þess að sníða hjá algengum mistökum getum við bætt eigin árangur og vellíðan. Í fyrirlestrinum er m.a. farið yfir hvernig við ræðum viðkvæm málefni og finnum sameiginlegar lausnir, án þess að móðga fólk eða hrinda því frá okkur.

Hvar: Hús Atvinnulífins
Hvenær: fimmtudaginn 4.maí
Tími: 8:30 – 9:30
Tengslamyndun 9.30 - 9.45
Verð: Í boði Nýsköpunarnefndar og innifalið í félagsgjöldum

*FKA konum boðið að taka með gest sem hefur áhuga á starfi FKA 
*Allir FKA morgunfundir enda á tengslamyndun

Hlökkum til að sjá ykkur,
Nýsköpunarnefnd FKA

Bókunartímabil er frá 12 apr. 2017 til 5 maí 2017

Þetta vefsvæði byggir á Eplica