Á döfinni
11.05.2017 kl. 16:00 - 21:00

FKA Vorferð 2017

Heimsókn til FKA Viðurkenningarhafans Guðrúnar Hafsteins

 Vorferd-FKAViltu koma með í stutt vorferðalag!

Nú leggjum við land undir fót og förum í ferðalag yfir heiðina til Hveragerðis þar sem FKA viðurkenningarhafinn Guðrún Hafsteinsdóttir, einn eiganda Kjörís, formaður SI og varaformaður SA býður okkur í heimsókn til sín í Kjörís þar sem hún ætlar að segja okkur frá rekstrinum og áskorunum sínum sem stjórnanda.

Að lokinni heimsókn förum við yfir í Skyrgerðina í Hveragerði til annnarrar FKA konu þar sem við gæðum okkur á dýrindis máltíð, lambakótilettur, skyrtertu og kaffi og tökum tengslamyndun, fjör og fræðslu í bland.

Hvenær: fimmtudaginn 11. maí
Brottför: lagt af stað 16.00 frá Húsi Verslunarinnar
Hveragerði: Við byrjum hjá Guðrúnu í Kjörís þar sem hún tekur á móti okkur. 
Kvöldverður: Skyrgerðin í Hveragerði. Sérréttur hússins, lambaskankar og skyrkaka og kaffi.
Heimför: Áætlað að leggja af stað kl. 21.00
Koma til Reykjavíkur: Um 22.00
Verð: 6900 kr. fyrir rútu og kvöldverð 

Hlökkum til að sjá þig en mikilvægt að skrá sig sem fyrst.

SKRÁNINGU HEFUR VERIÐ LOKAÐ - EN MÖGULEIKI AÐ BÆTA VIÐ - HAFÐU SAMBAND VIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA FKA - Hrafnhildi Hafsteins - 8967566

Framkvæmdastjóri og Fræðslunefnd FKA

Bókunartímabil er frá 24 apr. 2017 til 9 maí 2017

Þetta vefsvæði byggir á Eplica