Á döfinni
23.11.2017 kl. 16:30 - 18:30

Viðskiptanefnd - Fyrirtækjaheimsókn til Marel

MAREL-AUGLYSING

Marel býður félagskonum FKA  heimsókn í húsakynni sín að Austurhrauni 9 - 210 Garðabæ.

 

Markmið heimsóknarinnar er að gefa gestum tækifæri á að kynnast Marel og eiga gott samtal við kvenstjórendur innan fyrirtækisins.

Nótt Thorberg framkvæmdastjóri Marel á Íslandi mun bjóða gesti velkomna og veita innsýn í starfsemi Marel. 

Sigríður Þrúður Stefánsdóttir mannauðsstjóri og Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir mannauðsráðgjafi fjalla um vinnustaðamenninguna og fólkið.

Guðbjörg Heiða Guðmundsóttir vöruþróunarstjóri Marel mun miðla af reynslu sinni út frá sjónarhorni stjórnandans og deila hvernig hún og hennar teymi vinna markvisst að því að efla frumkvöðla- og nýsköpunarhugsun í starfi Marel.

Hlökkum til að sjá ykkur,
Viðskiptanefnd FKA

Bókunartímabil er frá 15 nóv. 2017 til 22 nóv. 2017

Þetta vefsvæði byggir á Eplica