Á döfinni
16.11.2017

Atvinnurekendadeild - Námsskeið

Afka-16

Annað námsskeiðið í röð námskeiða sem haldin verða í vetur í samstarfi A-FKA og NMI - Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. 

Hvenær: Fimmtudaginn 16. nóvember kl. 10 – 12.  Húsið opnar 9.30 og boðið upp á kaffi og léttar veitingar.
Hvar: Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Árleyni 8 -  „Austurholti“, 112 Reykjavík.   
Verð: A-FKA félagskonur kr. 5.500 og aðrar FKA konur kr.7.500 

Námskeiðslýsing:  Farið yfir mismunandi rekstrarform fyrirtækja og hvernig á að undirbúa og skrá rekstur. Talað verður um ábyrgð og stjórnun og fjallað um skattamál.  Farið er yfir reglur um tekjuskráningu og meðhöndlun virðisaukaskatts. Hugtökin tekjur, gjöld, eignir, skuldir og eigið fé verða skilgreind.  Fjallað verður um fastan kostnað og breytilegan, laun og launatengd gjöld og kynnt núllpunktsgreining.  

Kennarar: Sigurður Steingrímsson hjá NMÍ 

Skráning: Áskilin fyrir 11. nóv. n.k.  

Afboðun aðeins gild  ef hún er gerð með 3ja daga fyrirvara.    

SKRÁNING HÉR


Þetta vefsvæði byggir á Eplica