Á döfinni
11.11.2017 kl. 15:00 - 17:00

FKA Suðurland - Opinn fundur fyrir allar félagskonur

Gleðistund - María Lovísa býður heim í sveitina

AUGLYSINGMaría Lovísa fatahönnuður býður FKA konum í heimsókn á vinnustofu sína í Tjarnabyggð við Selfoss þar sem til sýnis verður hennar nýjasta hönnun.

Drífa Þrastardóttir fasteignasali hjá Byr fasteignasölu segir frá Tjarnabyggðahverfinu, skipulagi þess og þróun. Félagskonur FKA á Suðurlandi taka þátt í undirbúningi viðburðarins.

 María Lovísa fatahönnuður útskrifaðist frá Margrete School of Fashion Design í Kaupmannahöfn árið 1979. Hún hefur starfað sjálfstætt nánast allar götur síðan. Hún flutti heimili sitt og vinnustofu  í Tjarnabyggðina nýlega en áður hafði hún um árabil rekið vinnustofu og verslun með hönnun sinni við Skólavörðustíg í miðborg Reykjavíkur. Hönnun hennar þykir klassísk og tímalaus og hún bíður einnig upp á sérsaum eftir máli.

 Veitingar og létt stemmning og notalegur rúntur í sveitasæluna

Staður: Suðurbraut 4 - Tjarnabyggð við Eyrarbakkaveg rétt sunnan við Selfoss.
Dagur: Laugardagur 11. nóvember
Tími: 15.00 - 17.00

FKA Suðurland og María Lovísa bjóða upp á léttar veitingar - "Hvítt og tapas"

FKA félagskonur og gestir velkomnir - skráning mikilvæg

Bókunartímabil er frá 7 nóv. 2017 til 11 nóv. 2017

Þetta vefsvæði byggir á Eplica