Á döfinni
16.10.2017 kl. 18:00 Harpa , Fundarsalurinn Esja, 5 hæð

Viðskiptanefnd - Heimsókn í Íslensku óperuna

Bleik-HarpaHeimsókn í Íslensku Óperuna

Íslenska óperan býður í heimsókn  mánudaginn 16.október 2017 kl.18.00 í Hörpu – í sal sem kallaður er Esja á 5.hæð.

Íslenska óperan hefur starfað í nær 40 ár, lengst af í Gamla Bíó, en frá árinu 2011 hefur hún verið staðsett í Hörpu. Reglulega eru settar upp vandaðar og spennandi óperusýningar, þar sem íslenskir listamenn eru í forgrunni en jafnframt er erlendum listamönnum reglulega boðið að taka þátt í uppfærslum hennar.

Íslenska óperan mun taka vel á móti hópnum og bjóða upp á léttar veitingar.  Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri mun kynna starfsemi Íslensku óperunnar. Að auki mun ástralski leikstjórinn Greg Eldridge segja frá næstu uppfærslu Íslensku óperunnar, sem er hin ástsæla ítalska ópera Tosca eftir Puccini sem hann leikstýrir.

Eftir kynningu og spjall við leikstjórann verður haldið beinustu leið inn í Eldborg, þar sem æfing á verkinu stendur yfir með söngvurum og hljómsveit.

Þetta verður sannkölluð eðalstund í Íslensku óperunni.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem flestar,
Með kærri kveðju,
Starfsfólk Íslensku óperunnar og Viðskiptanefnd FKA

Bókunartímabil er frá 10 okt. 2017 til 16 okt. 2017

Þetta vefsvæði byggir á Eplica