Markaðstorg

Höfundur

Framkvæmdastj. Ferðaskrifstofu Íslands
Sími: 844 9442

09.04.2018- Til sölu

Bókunarafsláttur - Suður-Afríka með Villa og Bóa

Hin sólríka suður-afríka býr yfir mögnuðu dýralífi sem flestir hafa einungis kynnst á sjónvarpsskjá. Hér er frábært tækifæri til að kynnast þessu framandi landi með Villa og Bóa. Úrval Útsýn býður 10.000 kr bókunarafslátt á mann í ferðina.

Í Suður-Afríku mætast líka ótal þjóðarbrot, enda er landið suðupottur fjölbreyttrar menningar og höfuðborgirnar þrjár og landið er í hröðum uppvexti.

Við bjóðum upp á afslappaða ferð til þessa magnaða lands, þar sem lagt er upp úr því að sjá sem mest, en ferðalangar hafa á sama tíma nægan tíma fyrir sjálfan sig. Ótrúleg náttúra, fjölbreytt dýralíf, framandi menning, góður matur og frábær vín.

Ferðin er „Garden Route“ sem er ein þekktasta leið í Suður Afríku. Þetta verður einskonar „memory lane“ með Villa (Vilhjálmur Guðjónsson) og Bóa (Guðmundur Þorvarðarson) sem áttu og ráku hótel í Suður Afríku í áratug.

Ferðatímabil 31. október - 14. nóvember.

10:000 kr bókunarafsláttur á mann. Bókanlegt út 30. apríl

Verð frá 479.900 kr á mann með bókunarafslætti.

Setja þarf inn kóðann Suður-AfríkaFKA seinna í bókunarferlinu.

Nánar um ferðina hér: https://goo.gl/rdGJN8
Þetta vefsvæði byggir á Eplica